Ritmennt - 01.01.2003, Side 151

Ritmennt - 01.01.2003, Side 151
RITMENNT GRÆNLENDINGAR FINNA AMERÍKU þessari sögu. Vér erum elcki í vafa um, að væri suður á Grænlandi, frá Diskoeyju að telja, suðvestur að vorum dómi, hlyti Baffin, í nágrenni við Dyer eða Walsingham, að vera Helluland Karlsefnis. Þegar í sögunni segir, að frá fyrsta viðkomustað á Baffineyju til fyrsta viðkomustaðar á Labrador hafi verið tveggja daga sigling, er svo sem hægt að skilja það. En hitt er jafnsennilegt að líta svo á, að sá, er fyrst greindi frá þessu, hafi átt við vegarlengdina frá síðasta viðkomustað þeirra á Hellulandi til fyrsta staðarins, er þeir komu til á Marklandi. Það er ennfremur satt, að með því að kalla heilt land Markland, þarf það ekki að þýða, að landið sé allt skógi vaxið. Vel má vera, að farmennirnir hefðu eftir siglinguna yfir Hudsonsund fundið fyrir meiri samfellu í landinu og þeir því, þegar þeir komu að fyrsta skóginum og síðar enn meira skógi, kallað allt hið samfellda land Markland. Þannig kann Markland að taka til landsins allt frá hinum nyrzta skóglausa hluta Labradors. Nafnið þurfti ekki að tákna, að á landinu væru samfelldir skógar á löngu landsvæði. Nöfn eru ekki alltaf svo lýsandi. Californía er almennt þekkt sem Gullríkið, og það af ærinni ástæðu, en gull finnst þar einungis á stöku stað. ísland dró ekki nafn sitt af snævi þöktum háfjöllum, heldur hafísjökum, séðum úr fjarska. Menn gátu kallað land Markland, þótt þeir rækjust ekki á skóga, er að kvæði, fyrr en þeir höfðu siglt nokkura hríð með ströndum þess. Og svo verðum vér að muna það, að landkönnuðir vorir komu frá trjálausu landi og orðið skógur (mörk) hafði aðra merkingu í þeirra máli en voru. Þetta tengist landafræði þeirra og sögu á 9. og 10. öld. Sú þjóð, sem landkönnuðirnir tilheyrðu, höfðu verið á ís- landi skömmu lengur en öld, þegar Eiríkur rauði sigldi til Grænlands. Margir forfeðra þeirra komu frá stórlega skógi vöxnum hlutum Noregs og frá írlandi, þar sem skógar voru samt minni. En margir komu þó hvorki frá Noregi né írlandi, heldur frá lítt skógi vöxnum héruðum Skotlands, Suðurlandi og Katanesi eða frá skóglausum eyjum, svo sem Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum og Færeyjum. Sögurnar, sem ritaðar voru 200-300 árum eftir landnám, segja, að landnámsmenn hafi komið að skógivöxnu landi, en 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.