Ritmennt - 01.01.2003, Síða 151
RITMENNT
GRÆNLENDINGAR FINNA AMERÍKU
þessari sögu. Vér erum elcki í vafa um, að væri suður á
Grænlandi, frá Diskoeyju að telja, suðvestur að vorum dómi,
hlyti Baffin, í nágrenni við Dyer eða Walsingham, að vera
Helluland Karlsefnis. Þegar í sögunni segir, að frá fyrsta
viðkomustað á Baffineyju til fyrsta viðkomustaðar á Labrador
hafi verið tveggja daga sigling, er svo sem hægt að skilja það.
En hitt er jafnsennilegt að líta svo á, að sá, er fyrst greindi frá
þessu, hafi átt við vegarlengdina frá síðasta viðkomustað þeirra
á Hellulandi til fyrsta staðarins, er þeir komu til á Marklandi.
Það er ennfremur satt, að með því að kalla heilt land
Markland, þarf það ekki að þýða, að landið sé allt skógi vaxið.
Vel má vera, að farmennirnir hefðu eftir siglinguna yfir
Hudsonsund fundið fyrir meiri samfellu í landinu og þeir því,
þegar þeir komu að fyrsta skóginum og síðar enn meira skógi,
kallað allt hið samfellda land Markland. Þannig kann Markland
að taka til landsins allt frá hinum nyrzta skóglausa hluta
Labradors.
Nafnið þurfti ekki að tákna, að á landinu væru samfelldir
skógar á löngu landsvæði. Nöfn eru ekki alltaf svo lýsandi.
Californía er almennt þekkt sem Gullríkið, og það af ærinni
ástæðu, en gull finnst þar einungis á stöku stað. ísland dró ekki
nafn sitt af snævi þöktum háfjöllum, heldur hafísjökum,
séðum úr fjarska. Menn gátu kallað land Markland, þótt þeir
rækjust ekki á skóga, er að kvæði, fyrr en þeir höfðu siglt
nokkura hríð með ströndum þess.
Og svo verðum vér að muna það, að landkönnuðir vorir
komu frá trjálausu landi og orðið skógur (mörk) hafði aðra
merkingu í þeirra máli en voru. Þetta tengist landafræði þeirra
og sögu á 9. og 10. öld.
Sú þjóð, sem landkönnuðirnir tilheyrðu, höfðu verið á ís-
landi skömmu lengur en öld, þegar Eiríkur rauði sigldi til
Grænlands. Margir forfeðra þeirra komu frá stórlega skógi
vöxnum hlutum Noregs og frá írlandi, þar sem skógar voru samt
minni. En margir komu þó hvorki frá Noregi né írlandi, heldur
frá lítt skógi vöxnum héruðum Skotlands, Suðurlandi og
Katanesi eða frá skóglausum eyjum, svo sem Hjaltlandi,
Orkneyjum, Suðureyjum og Færeyjum.
Sögurnar, sem ritaðar voru 200-300 árum eftir landnám,
segja, að landnámsmenn hafi komið að skógivöxnu landi, en
147