Stígandi - 01.04.1947, Síða 8
Ijölcla heimila og vættir manndómsblóði verulegs liluta íslenzks
æskulýðs, sem í stórvaxandi mæli fellur nú að fótskör Bakkusar.
Fátt mun nú gerast ömurlegra með þjóð vorri en það, að ís-
lenzka ríkið virðist heltekið þeirri ónáttúru sumra villidýra að
éta sín eigin afkvæmi.
Við lifum á líðandi stundu. Fornar dyggðir höfum við borið
fyrir borð og farið hamförum að: sparneytni og sparsemi, iðju-
hneigð og vinnurækni, agasemi við okkur sjálf og börn vor, og
má segja, að verulegur hluti æskulýðs landsins gangi sjálfala;
kristin trú mun því nær aldauð í landinu, hafi íslendingar þá
nokkru sinni geta talizt kristnir, og siðgæðiskennd fjölmargra
virðist leggja aftur augun og snúa sér undan eftir hentugleikum,
sérstaklega séu peningar annars vegar. Eflaust finnst einhverjum
þetta sleggjudómar, þeir þekki marga afbragðsmenn, sem séu ó-
eigingjarnir, hjálpsamir, sannkristnir og hvað þær heita dyggð-
irnar, sem prýða manninn. Vonandi væri það a. m. k. En livað
þekkið þið marga, sem eru fúsir til að leggja mikið á sig fyrir
sannfæringu sína, fórna kröftum og fé fyrir áhugamál sín, ef þau
fœra þeim ekki fé i aðra hönd eða vegtyllur?
Hvað þekkið þið marga, sem breyta svo eða svo, af pví að þeir
álita pað guði pókanlegt? Hvað þekkið þið rnarga hjálpsama,
sem láta ekki hægri höndina vita, hvað sú vinstri gerir? Því miður
óttast ég, að niðurstaða ykkar verði heldur dapurleg. Sannleik-
urinn er sá, að andleg lægð virðist yfir þjóðinni. Rangbeiting
flokkaáróðursins er á hraðri leið með að gera meginhluta þjóð-
arinnar að húsdýrum: nautgripum, hrossum, sauðfénaði og ali-
fuglum, en ömurlegasta fyrirbrigðið í íslenzku þjóðlífi er þó
vísast hin andlega ófrjósemi, sem meginþorri þeirra er haldinn
af, sem tekið liafa að sér það hlutverk að gefa á garðann.
Fát kt ^ ^ eigum eitt sagnaskáld, sem gustar af, varla ljóð-
skáld, sem dregur slíkan arnsúg á fluginu, að öll þjóðin
lilusti, leiðandi bókmenntagagnrýni er ekki til, svo að séð verði,
aðeins ómerkilegar órökstuddar fullyrðingar um verðleika eða
eymd þessarar eða hinnar bókarinnar, nýgræðingar flestir á
bókmenntasviðinu sveitast blóðinu við að vera afkáralega frum-
legir og nýstárlegir og verða — guði séu þakkir fyrir, að þjóðin
hefir enn svo mikið eftir af heilbrigðri dómgreind — að athlægi
fyrir. Jafnframt þessu er aðallesning þeirra, sem á annað borð
lesa meðal yngra fólks, Stjörnur, Heimilisritið, Vikan og erlend
86 STÍGANDI