Stígandi - 01.04.1947, Page 11
A SEINUSTU STUNDU
Eftir BJARTMAR GUÐMUNDSSON
Hér stendur hann á árbakkanum, vörpulegur maður í bússum
og regnfrakka, með laxastöng og flugu í hattbarðinu.
Stóráin glitrar eins og silfur og gull í morgunsárinu. Lóa hialar
á barði og spói vellur langt einhvers staðar og lax stekkur í
strengnum. Þá hagræðir maðurinn færinu sínu í flýti og kastar út
í strauminn.
Út úr tjaldi kippkorn frá ánni kemur annar maður. Hann er
sýnu eldri, líklega yfir miðjan aldur, og styður sig við byssuhólk.
— Doddi! kallar hann, nokkuð að hafa?
— Þeir eru farnir að stökkva, anzaði pilturinn og bar ótt á. Hér
var sýnilega enginn tími lengur til orðs, bara athafna.
Og byssan hvarf inn í tjaldið, en veiðistöngin kom í hennar
stað.
Hófadynur.
Tólf hestar eru reknir eftir bakkanum á harða stökki. Guð má
vita, hvort allir laxar fælast ekki út í hafsauga úr ánni við undir-
ganginn. Aflamennirnir þoka sér frá og vaða út í vatnið.
Fremstu hestarnir þutu fram hjá. Bleik hryssa á undan og stálp-
að folald á hlið við hana. Svo fáein tryppi og latgengari hross á
eftir.
Doddi hafði litið upp og gleymdi um leið færinu sínu í ánni.
Stóðið stökk, svo að fjöllin sá undir kvið hrossanna. Hundur á
hælum þess, og loks hestasmalinn á eftir með keyrið á lofti.
— Drottinn minn dýri! sagði samvizkan í lijarta laxamannsins.
Berbakað á rauðum unghesti situr stúlka og rekur stóðið. Gult
liárið flaksar í golunni, sem ferðahraðinn myndar móti henni, og
pilsið hefir kippzt upp fyrir hnén.
Þegar Rauður sá mennina með sínar undarlegu tilfæringar í
ánni, hljóp hann útundan sér snögglega. Mærin rann af honum
og lá nú flöt í grasi nrilli tveggja þúfna. En Rauður hljóp áfram
eftir bakkanum með tauminn uppi.
Doddi kastaði frá sér stönginni upp á bakkann og hljóp á slys-
staðinn í öllum tygjum.
STÍGANDI 89