Stígandi - 01.04.1947, Page 14
Þórður gekk til bindingsmannanna og heilsaði vinsamlega.
Þetta er þreytulegur bóndi með tveimur sonum sínum á ellefta og
tólfta ári og ekki hraustlegur.
Nú komu hestarnir. Ung stúlka flutti. Hana hefir Þórður séð
áður þennan sarna dag. Hún 'hefir lagt hnakk á Rauð, er í vinnu-
buxum, og ríður á honum með lestinni. Umsvifalaust teymdi hún
hrossin á milli og hjálpaði föður sínum til að láta upp, en dreng-
irnir stóðu undir.
Oft hafði Þórður séð bundið hey og látna upp bagga, en aldrei
hraðari handtök en hjá þessu fólki. Að andartaki liðnu hélt lestin
af stað heim með baggana.
— Þið hafið hröð handtök við heyskapinn hérna þykir mér,
mælti hann við bóndann.
— O, nokkuð svo. Dagurinn reynist sjaldan of iangur hjá okk-
ur. Enn eigum við eftir að minnsta kosti þrjár ferðir og meira en
klukkutími fer í hverja ferð. Sjáðu, þessar eru allar eftir. Og hann
benti með hendinni á lanirnar, sem enn stóðu eftir.
Reyndar fannst gestinum, að hættutími væri kominn, livað
klukkuna áhrærði. En hann þekkti nokkuð til heyskaparvinnu og
mælti því ekki um.
— Mætti ég biðja um mjólk í hálfan mánuð? sagði hann við
bóndann, sem honum virtist helzt kjósa að vera sem minnst tafinn
við bindinginn með óþörfu masi.
— Þú átt um það við kvenfólkið, anzaði hann, annars hugsa ég
að einhver ráð verði með það.
— Þakka þér fyrir. Þá kem ég með ílát um ellefuleytið.
A tólfta tímanum gekk maður heim túnið á Þvergili. Veðruð
þil á gömlu framhúsi blöstu við komumanni. Við tóft hjá hrör-
legu fjárhúsi lágu margir baggar óleystir, en beðja í tóftinni og
maður að leysa. Nú var bindingnum lokið, en eftir að ganga frá
heyinu.
— Ég hefi nefnt þetta með mjólkina. Þú gerir svo vel að ganga
lieim, mælti bóndinn og halaði upp bagga í heyið með tilstuðlan
drengjanna.
Konan var háttuð eftir langan vinnudag og erfiðan. Dóttirin,
sú elzta, afgreiddi gestinn.
Hann var í gráleitum sumarfötum, í brúnum Ieðurstígvélum,
er náðu á kálfa, liðlega vaxinn maður, dökkhærður ogskarpeygur
°g byrjaður að sólbrenna. Karlmannlegur af útiveru og veikluleg-
92 STÍGANDI