Stígandi - 01.04.1947, Síða 19
undrandi og himinglöð og hlupu inn til móður sinnár að sýna
lienni gjafirnar.
— Hvað, hvað, með livað eruð þið, börn? Hver fær ykkur þetta?
— Þórður, sögðu börnin hróðúg.
Rétt á eftir kom hann inn til húslreyjunnar.
— Eg er að fara. Eg er að kveðja ykkur. Svo ætlaði ég að gera
upp fyrir alla mjólkina, sagði hann.
— Já. Við getum nú kannske sleppt því. Eða heldurðu, að ég
fari að taka við borgun fyrir liana eins og þú ert búinn að bera
gjafir á börnin? Mér finnst bara, að ég geti ekki látið börnin taka
við þessu af manni, sem ég get engan greiða gert í staðinn.
Svo sneri hún sér að börnunum og spurði:
— Hvar er Ásta í allan morgun? Síðan leit lnin rannsakandi á
Þórð. Hann var eins og hann átti að sér, kurteis og snvrtilegur og
eins og lokuð bók við spurningarmerki móðurinnar.
— Hún er niðri í Vallmó að raka slægju, sögðu börnin
— Þá get ég hitt hana þar til að kveðja, sagði gesturinn eins
og ekkert væri, kvaddi fólkið og fór.
Regnið hafði ekki orðið langætt um nóttina. Undir morguninn
hafði gengið til sunnanáttar, og var nú þegar þurrt á jörð fyrir
löngu.
Þórður lútti Ástu í ljánni, þar sem hún rakaði af ákaflegu kappi
og Idóð þurri slægjunni saman í lanir.
— Nú hefi ég kvatt alla nema þig, Ásta mín, mælti hann þýð-
lega og blátt áfram.
— Jæja, svaraði hún þurrt og hélt áfram að raka.
— Þú hefir lield ég gleymt því, að það er sunnudagur, bætti
hann við til að reyna fyrir sér.
— Það er gaman að vinna, mótmælti hún.
— Geturðu ekki talað við mig tvö orð? bað liann hlýlega.
— Jú, ég get það.
Hún lyfti upp hrífuhausnum og studdi sig við skaftið, var
hnarreist og dálítið rjóð af áreynslunni og ekki laust við óstyrk
í röddinni.
— Ég held þú hafir misskilið mig í gærkvöldi, byrjaði hann.
— Nei, sagði hún og varð enn rjóðari.
— Jú. Ég meinti það, sem ég sagði. Ég get ekki talað sannara.
Ég hefi ekki getað hugsað um nokkurn skapaðan hlut nema þig,
síðan ég sá Jrig detta af hestinum.
— Ekki einu sinni um laxana? — eða um ungamæður? Sjáðu,
7 STÍGANDI 97