Stígandi - 01.04.1947, Page 21
Að veturnóttum
Eftir KRISTJÁN EINARSSON frá Djúpalæk
Já, sértu velkominn, vetur,
það vorar fyrr, ef þú kemur strax.
Ég hræðist ei gný þinna hríða
né hafrótsins hvíta fax.
Réttu mér harða hönd þína, vetur,
til hjálpar og bræðalags.
Hyldu mig húms þíns skikkju,
ér hugarins forynjur leita mín.
Forða mér, feldu mig innar
við fannköldu brjóstin þín.
Þú getur hjálpað mér, varið mig, vetur,
og villt þessum gestum sýn.
Ég bið þig um frostið sem bitrast,
um brimandi voga og skaraðar ár.
Lát frjósa áður en falla
í fjöldans ásýnd mín tár.
Og leggðu svellanna bláa bindi
við blæðandi jarðar sár.
Ég bið ekki um vægð þína, vetur,
nei, volduga stórhríð og hvínandi rok.
Lát helföla mjallþekju hylja
haustgulra laufblaða fok,
og þyrlast um skriður Kaldbaks og Kinnar,
um Kjalveg, Bláfjöll og Ok,
STÍGANDI 99