Stígandi - 01.04.1947, Síða 24
sé mjög svipuð að þunga, þá komumst við að þeirri niðurstöðu,
að úrankjarninn er léttari en þær 238 protonur og neutronur,
sem hann er byggður upp úr. Mismunurinn er þungi þeirrar
orku, sem þarf til að sundra úrankjarnanum fullkomlega í frum-
hluta sína, eða santa og bindiorka kjarnans. Enn er gripið til út-
reikninga Einsteins og kenrst Snrith, lröfundur amerísku greinar-
gerðarinnar að þeirri niðurstöðu, að bindiorkan í einu grammi
lrelíum sé lrvorki meira né nrinna en 162000000000 gramkaloríur
(hitaeiningar) eða 190000 kílóvatttímar. Til sanranburðar má geta
þess, að Laxárstöðin framleiðir 4500 kílóvött. Það er því engin
furða, þótt kjarninn sé þéttur í sér, þar eð slík ógnaröfl toga hann
saman, og nrá til ganrans geta þess, að hnefafylli af kjörnunr, sem
ekki væri haldið í sundur af elektronunr, nrundi vega ágizkað 100
miljónir tonn.
Sú nýjung, senr atomsprengjan byggist á, er, að það hefir tekizt
að sprengja kjarnann nreð því að skjóta á hann neutronunr. Við
þá sprengingu losna nýjar neutronur, senr svo sprengja nýja
kjarna og svo koll af kolli. Orkan, senr leysist úr læðingi við þessar
sprengingar, er sanrkvæmt greinargerð Snrith tvenns konar:
í fyrsta lagi:
Sú, orka, senr liélt sanran kjarnalrlutunum, losnar nreð þeirrr
árangri, að kjarnahlutarnir þeytast lrver frá öðrunr nreð lrraða,
senr nálgast ljóshraðann, og þar nreð skýrist hinn óhemju-
sprengikraftur atomsprengjunnar. Alls er sprengikraftur 1 kg. af
sprengihleðslu í atomsprengju samsvarandi 20000 tonnum af
trinitrotoluol, senr er það sprengiefni, senr að þessu hefir nrest
verið notað í sprengjur. Jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir nenra
nokkur prosent af sprengikraftinum notist, er hér um að ræða
nær ósambærilegar tölur.
í öðru lagi:
Enn nreiri þýðingu lrefir þó hitamyndunin, að nokkru leyti
beint — tilraunasprengjan, senr látin var springa uppi í gríðar-
nriklum járnturni, lrræddi ekki aðeins turninn, lreldur breytti
lionunr í lofttegundir við sprenginguna — að nokkru leyti óbeint.
Útþennsla loftsins við upphitunina orsakar lræfilega loftstrauma
með ólrenrjusprengikrafti. Hitagjafinn er áður unrtalaðir gámma-
geislar.
Það var ekki fyrr en rétt fyrir heimsstyr jöldina síðustu, að atom-
rannsóknirnar voru komnar á það stig, að hægt væri að hugsa um
102 STÍGANDI