Stígandi - 01.04.1947, Síða 25
atomsprengjur, en þá uppgotvuðu Þjóðverjar, að hægt var að
sprengja úranísotopinn 235 með því að skjóta á hann hægfara
neutronum. Fyrst leit svo út, sem þessi uppgötvun hefði aðeins
fræðilega þýðingu. Úran 235 er eins og áður var sagt aðeins 0.7
prosent af úraninu, sem finnst í náttúrunni, og þurfti að skilja
þessa tvo ísotopa að. Það reyndist hins vegar erfitt. Öllum biögð-
um efnafræðinnar var beitt, en án árangurs. Með mjög flóknum
útbúnaði var á fysiskan hátt hægt að franrkvæma greiningu íso-
topanna, en það hafði enga hagkvæma þýðingu, þar til að norskætt-
aða Ameríkumanninum E. O. Lawrence tókst með útbúnaði sínum
1941 að framleiða 0.000001 grömm af úran 235 á klukkutíma.
Enda þótt afköstin væru svo lítil, að það .hefði tekið 100000 ár að
framleiða 1 kíló af efninu með einu slíku tæki, réðust Ameríku-
menn sanrt í að reisa tröllauknar verksmiðjur, sem vinna skyldu
eftir hinni nýju aðferð. Það er þó vafasanrt, lrvort atomsprengjan
hefði enn séð dagsljósið, lrefði ekki enn þá komið nýtt til sögunn-
ar. Haustið 1938 brá sér ítalskur atonrfræðingur, Fermi að nafni,
til Stokkhólnrs til að sækja nóbelsverðlaun sín. Svo virðist, sem
lionunr hafi ekki líkað vistin í lreinralandi sínu undir stjórn
facista, því að hann strauk til Bandaríkjanna frá Stokkhólmi í
stað þess að hverfa aftur heinr. Fyrir vestan var Fernri tekið opn-
unr örmunr, og lróf hann þegar sanrvinnu við þarlenda sérfræð-
inga. Fermi vann að tilraununr þess efnis að hagnýta venjulegt
úran í stað úran 235. Grafítplötunr var lrlaðið í bunka en í horn-
urrr platnanna konrið fyrir úranstykkjum. Það sem þarna gerist í
stórunr dráttum er, að úran 235 sundrast hægt og neutronurnar,
senr losna, (svo að segja) ryðjast inn í kjarna úran 238 og við það
nryndast nýtt efni, úran 239, senr gefið var nafnið plutonium.
Hlutverk grafitsins er að lrægja á ferð neutronanna til þess að
gera þessa uppbyggingu mögulega.
Þetta nýja efni, plutonium, nrun einhverntíma hafa verið til í
náttúrunni, en lrorfið, þar eð það klofnar enn auðveldar en úran
235. Þessi hæfileiki plutoniunr, að klofna í önnur frumefni sam-
fara myndun orku, gerði nrögulegt, að nota það í stað úran 235.
Plutonium lrefir aðra eiginleika en úran og má því auðveldlega
greina efnin að, eftir venjulegunr leiðum efnafræðinnar, og þann-
ig ná að markinu atomsprengjunni miklu, fyrr en með hinni afar
seinvirku aðferð við hagnýtingu úran 235.
Nú mundi nrargur spyrja: Hvernig á að fara að því að láta
atomsprengjuna springa? Réttara væri að snúa spurningunni við
STÍGANDI 103