Stígandi - 01.04.1947, Page 31
STARFSEMI BRITISH COUNCIL
Eftir GYLFA Þ. GÍSLASON
í nóvember 1934 var komið á fót í Bretlandi stofnun, er hafa
skyldi það sérstaka hlutverk að kynna Bretland og brezka menn-
ingu erlendis, og var hún í fyrstu nefnd „The British Council for
Relations with Other Countries", en síðar aðeins „British Coun-
cil“. Utanríkisráðuneytið átti frumkvæðið, en stofnunin var þó
skipulögð þannig, að hún væri sjálfstæð og ekki háð ríkisstjórn-
inni í störfum sínum, þótt veitt væri fé til hennar árlega í fjárlög-
um. Hins vegar tilnefna ýmis ráðuneyti nokkra af þeim, er eiga
sæti í stjórn hennar.
Á þeim árum er British Council var stofnað, var farið að kveða
talsvert að því, að stórveldi stunduðu kynningarstarfsemi á menn-
ingu lands síns í áróðursskyni og sem Jrátt í utanríkisstefnu sinni.
Franska ríkið hafði lengi stuðlað að kynnum á franskri menningu
erlendis og séð, að Jrað gat Iiaft utanríkispólitíska þýðingu. Hin
nýtízku einræðisríki tuttugustu aldarinnar sáu sér hér leik á borði,
hófu víðtækari menningar-kynningu en áður hafði Jrekkzt og
tóku hana algerlega í þjórtustu utanríkisstefnu sinnar. Um þær
mundir, er British Counci] var stofnað, varði ítalska stjómin jafn-
gildi um 30 miljóna króna á ári til slíks kynningarstarfs á Italíu
og ítalskri menningu erlendis, og Þjóðverjar eru taldir hafa eytt
þrisvar sinnum meiru. Bretar gátu að sájlfsögðu ekki horft að-
gerðalausir á, að svo mikið væri aðgert til þess að ryðja braul
menningaráhrifum frá þeiin ríkjum, er voru keppinautar þeirra á
sviði lieimsstjórnmálanna, enda mátti þá við því búast, að brezk
menningaráhrif rénuðu að sama skapi. Hér varð að vega á móti.
Þetta var ein meginástæðan til þess, að brezka utanríkisráðu-
neytið átti frumkvæðið að stofnun British Council.
Það er þáttur í lífsskoðun þeirra einræðisstefna, sem látið hafa
til sín taka á þessari öld, að ríkisvaldinu geti ekkert verið óvið-
komandi, það eigi ekki aðeins að stjórna Jreim málum, senr menn
telja heppilegt og skynsamlegt, aðséu sameiginleg mál þjóðfélags-
ins, heldur einnig að móta manninn á sem flestunr sviðum og
tryggja, að hann sé þannig og lrafi þær skoðanir, að sem bezt þjóni
STÍGANDI 109