Stígandi - 01.04.1947, Side 35
Mér þótti mjög athyglisvert að kynnast störfum þeirra háskóla,
sem ég kom til. Skipulag þeirra er að ýrnsu leyti mjög ólíkt, og er
þó skipulag háskólanna í Oxford og Cambridge einkum frábrugð-
ið því, sem á sér stað um liina. En yfirleitt finnst mér mega segja,
að allir séu þeir frábrugðnir háskólum á Norðurlöndum og í
Þýzkalandi að því leyti, að hið svonefnda „akademiska frelsi" er
minna, meira fylgzt með stúdentunum af hálfu háskólans og
kennaranna og tiltölulega meiri áherzla lögð á almenna menntun
og uppeldisáhrif, en tiltölulega rninni á sérfræðiþekkingu. Það
var sömuleiðis mjög lærdómsríkt að kynnast brezka Alþýðuflokkn-
um. Hann virðist afar traustur og heilbrigður. Hann er róttækur
í kenningum sínum, var óvæginn við íhaldsflokkinn, þegar hann
var í stjórnarandstöðu og er nú stefnufastur við stjórnartaumana.
Engu að síður gætir innan Itans ýmissa sjónarmiða í fjölmörgum
málum. En ]i>að er einn meginstyrkur flokksins, að hann sýnir að-
dáunarvert frjálslyndi í slíkum efnum. Hann sameinar flokks-
menn sína um meginhugsjónir sínar, lýðræði og jafnaðarstefnu.
En hann ætlast ekki til þess, að flokksmennirnir séu sammála um
alla aðra hluti í stjórnmálum, jafnvel ekki um utanríkismál. Hann
ætlast ekki til þess, að aldrei geti heyrzt nema ein rödd frá flokkn-
um, af sömu ástæðu og liann fordæmir, að ekki geti heyrzt rödd
nema frá einum flokki. Ef ólík sjónarmið eru uppi, eru þau rædd
í blöðum flokksins og tímaritum af báðum aðilum af drenglyndi
og hreinskilni. Það hreinsar andrúmsloftið, eykur á gagnkvæman
skilning málsaðilanna og eflir þannig samheldnina, þrátt fyrir
ágreininginn, og aflar flokknum aukins trausts sökum víðsýnis
og frjálslyndis, auk þess sem honum tekst að sameina innan vé-
banda sinna menn með ólíkari sjónarmið en ella á því, sem skipt-
ir minna máli en hollusta við sjálf meginatriði lýðræðis og jafn-
aðarstefnu.
Þótt kynnin af brezkum háskólum og brezka Alþýðuflokknum
hafi vissulega verið góð, var það þó ekki hvað sízt lærdómsríkt að
vera um mánaðarskeið gestur stofnunar, sem ver um sjö tugum
miljóna árlega til þess að kynna Bretland og brezka menningu,
en verða þó aldrei, bókstaflega aldrei, var nokkutTar viðleitni af
hálfu hennar til þess að hafa áhrif á skoðun gestsins á því, sem
hann sér og heyrir, — að fá m. ö. o. að vera algjörlega í friði með
hugsanir sínar og skoðanir. Það eru e. t. v. athyglisverðustu
kynnin.
STÍGANDI ] ] 3