Stígandi - 01.04.1947, Page 46
varpaði hún. En hér var engrar hjálpar að vænta. Hún þrammaði
áfram, þó að handleggirnir ætluðu að slitna af lienni. Um síðir
náði hún til hússins, sem hún þekkti svo vel, gekk inn um hliðið
og í gegnum garðinn og hringdi dyrabjöllunni. Bjallan gall við í
grafþöglu húsinu. Auðsjáanlega var enginn heima. „Þá verð ég
bara að bíða.“ Hún setti töskurnar við vegginn og gekk óþolin-
móð fram og aftur á garðstígnum.
„Nú geng ég loksins fyrir framan þetta liús, sem ég hefi þráð
dag eftir dag, og það er lokað fyrir mér. Ég liafði liugsað mér mót-
tökurnar öðruvísi.“
Hún gekk út fyrir hliðið og horfði niður eftir götunni. Kona
nokkur gekk fram hjá lienni. María þekkti hana vel. Það var kona
slátrarans, sem hún hafði svo oft keypt hjá fyrir rnóður sína. En
konan gekk fram hjá án þess að skipta sér hið minnsta af henni.
„Auðvitað, ég var í burtu í 12 ár, fólkið þekkir mig ekki lengur."
María reiddist sjálfri sér: Mátti henni ekki standa á sama, þó að
kona slátrarans heilsaði henni ekki? Hún vatt sér inn fyrir hliðið
og fór að skoða garðinn. „Hérna stóðu þó rósirnar, rósirnar henn-
ar mömmu,“ rifjaði hún upp fyrir sér, „og nú voru þær horfnar.
Skyldi þær hafa kalið? Og perutréð, sem fæddi okkur öll, börnin
og fuglana, líka það er á burt!“
Aftur gakk María út fyrir hliðið og horfði niður götuna. Þarna
niður frá var þrennt á gangi og kom hægt og hægt nær. Var þessi
gamli maður faðir hennar? Og þessi hávaxna unga kona? Var það
litla systirin með löngu flétturnar? Nú gat hún vel greint þau,
já, það voru þau, sú þriðja var Anna frænka, enn þá feitari en
áður. Nú hafði líka Helga þekkt systur sína og þaut til hennar.
„Þarna ertu þá loksins,“ hrópaði hún. „Við vorum öll þrjú
á járnbrautarstöðinni, en þú hefir víst komið með lestinni á und-
an, 20 mínútum fyrr.“
„Nú, svoleiðis.“
María var svo hrærð af að sjá föður sinn aftur, að hún gat varla
talað.
Litlu seinna sátu þau öll í sólbyrginu.
„Loksins sitjum við öll saman aftur,“ sagði Helga glaðlega.
„Mamma — mömrnu vantar," hugsaði María. „Æskuheimkynn-
in — hafði það ekki fyrst og fremst verið mamma?"
Nii sat Anna frænka í stólnum hennar. Hún hafði tekið hús-
stjórnina að sér, enda var hún orðin einmana eftir að ída frænka
dó. María sagði frá ferðinni og sýndi nýjustu myndirnar af börn-
124 STÍGANDI