Stígandi - 01.04.1947, Page 49
Síðustu dagarnir höfðu komið við Maríu, enda hafði það hvílt
mest á henni að undirbúa brúðkaupið. Anna frænka fjargviðrað-
ist svo mikið og Helga var svo utan við sig, að þær höfðu bara
tafið liana.
María leit í kringum sig. Af húsgögnunum var aðeins rúmið
hennar eftir. Þægilegu og endingargóðu stálhúsgögnin voru
liorfin.
,,Eg verð að líta yfir í geymsluna, hvort ég finn þar ekki neitt,
sem ég get notazt við. Ég þarf þó að minnsta kosti að hafa stól,
sem ég get lagt fötin mín á.“
Hún stóð upp og gekk yfir í geymsluna. Þar kom hún hönd á
eitthvað, sem henni í myrkrinu virtist vera stóll. F.n um leið og
hún hreifði við því, féll eitthvað með brothljóði á gólfið. María
beygði sig, tók það upp og liélt því fram í ljósbjarmann, sem lagði
inn um dyrnar.
„Þarna er þá myndin mín!“
Hún var í dálítilli geðshræringu og fór með myndina yfir í her-
bergi sitt. Þar liélt hún henni upp að ljósinu og skoðaði hana ná-
kvæmlega. Það var blómvöndur, málaður með barnslegri Jiendi.
María sá sjálfa sig sitjandi í lieitri skólastofunni og mála í ákafa.
Hún mundi vel, live mjög hún Jtafði lagt sig fram að ná formi
og litum blómanna nákvæmlega. Þá liafði lienni fundizt myndin
svo vel lieppnuð, að liún hengdi liana upp yfir rúmið sitt. Nú
fannst lienni myndin klaufaleg, litirnir skerandi. Umgerðin var
lmotin, glerið náði aðeins yfir hálfa myndina, svo að liinn helm-
ingurinn var orðinn dökkur af ryki.
„Helga liefir rétt fyrir sér — gamalt dót.“
María lagði myndina, sem einu sinni veitti henni svo mikla
gleði, frá sér með andvarpi.
„Ég er hrædd um, að ég lifi alltof mikið í gömlum minning-
um.“ Hún spennti greipar fyrir aftan linakkann og teygði úr sér.
„Fjarlægðin gerir fjöllin Ulá og vefur æskustöðvarnar töfraljóma.“
María gekk rösklega eftir götunni, sem girt var kastaníutrjám.
Leiðin lá út úr borginni og út í sveit. Dvölin liér var bráðum á
enda, og María vildi vera ein og kveðja þetta kæra hérað. Dagur-
inn var yndislegur, sólríkur og lilýr, þó að hin sterka angan mold-
arinnar boðaði haustið greinilega. Endrum og eins féll kastanía
til jarðar, og í sprengdu hýðinu gljáði á rauðbrúnan kjarnann.
María beygði sig og flysjaði Jiarða linotina úr broddóttu hýðinu.
STÍGANDI 127