Stígandi - 01.04.1947, Page 51
dregin með rólégum og sterkum línum. María minntist þess,
hve erfitt henni hafði veitzt það í fyrstu að njóta slíks útsýnis.
Frá blautu barnsbeini hafði hún kynnzt þeirri náttúru einni, sem
mannshöndin hafði erjað, hún hafði dáðst að hverju einstöku
blómi í garðinum, glaðst við angan bylgjandi kornakursins. í
endalausum víðernum hinnar íslenzku náttúru fann hún engan
slíkan afntarkaðan, friðsælan reit. Henni varð hugsað til núpanna,
sem sköguðu frani hver að baki öðrum, svo langt sem augað eygði.
Og hún minntist grænna hóla og dælda, sem fylltu dalina, geig-
vænlegra vatnsfalla, sem ólguðu fram með þungum straumi og
sogandi iðum, liimingnæfandi fjöll, senr eyddu landið með gló-
andi hraunflóði og ösku. Voldugra en allt þetta var þó himinninn,
sem yfir landinu hvelfdist, veitti því skin og skúr, hellti yfir það
ljósadýrð sinni, töfrandi og margbreytilegri. Verður ekki sál
mannsins önnur, þegar slíkar myndir grópast inn í hana? Leysist
hún ekki úr óró sinni og vanda og lærir að meta það, sem norræn
náttúra hefir að bjóða?
„Hvar á ég nú lieima, hér eða þar?“
Eins og bitur egg sker þessi spurning sálu hennar.
Hér lifa bernskuminningar mínar, óafmáanlegar úr huga mín-
um, hér óx ég og þroskaðist, hér dvelur faðir mann, systir mín,
margir góðir vinir. Þau bönd eru óslítandi. Hjarta mínu myndi
blæða til ólífis, ef ég ætti að rífa þessar minningar út úr því. En
á íslandi lifir maðurinn, sem ég hét tryggð, þar vaxa börnin mín
upp og verða atorkusamir og starfsglaðir menn, þar stendur heim-
ilið, sem við höfum stofnað og mótað, Jrar bíða mín þeir, sem
þurfa mín með, og einnig þar eru góðir vinir.
Nú á dögum leiðast rnenn mjög til þeirrar villu, að maðurinn
sá aðeins tól, sem nota megi til hvers sem er. Eins og hverja aðra
vöru geti maður flutt liann til og frá, og alls staðar sé liann jafn-
reiðubúinn til þjónustu. En hann líkist fremur jurtinni, sem
stendur djúpt í þeim jarðvegi, sem fræið fyrst skaut rótum í.
Langur tími líður, áður en hann þrífst að fullu í þeim nýja jarð-
vegi, sem liann var settur í, áður en liann hefir sigrazt á erfið-
leikum umskiptanna. Og maðurinn man, ltann gleymir ekki því
liðna, það fylgir honum um óravegu, — eða liann er særður til
ólífis.
María fann glöggt, að gömlu heimkynnin voru orðin land
minninganna. Fagxar, indælar endurminningar voru tengdar við
Jrað, en nýja landið átti þó hjarta hennar; þar voru hennar heim-
q
STÍGANDI 129