Stígandi - 01.04.1947, Side 74
gerður æriegur hrisdngur. Sáust fjaliaklakkar þeirra hátt á himni,
krýndir sólroðnum skýjakrónum.
í suðaustri gnæfðu Eyjafjöll, með mjállhvítan jökultopp. Við
lilið þeirra Tindafjöll og Tindafjallajökull, sérkennilegur og
fagur fjallgarður. í norðri reis Hekla gamla, sveipuð mórauðum
jökli í kolli og minnir á píramída. Vestur af Heklu sjást Hofs-
jökull, Langjökull og Eiríksjökull, sem einnig ltiasir við vegfar-
anda vestur í Borgarfirði. Við hlið þeirra rísa Ármannsfell, Skjald-
breið og í vestri Ingólfsfjall, og sýnist það enn hærra og tígulegra
en þegar maður er staddur undir hlíðum þess. Þar suður af rísa
tindarnir á Reykjanesfjallgarði, hjúpaðir bláleitri móðu. Er
fjallahálfhringur þessi dásamlega fagur og skýlir einhverjunr
beztu byggðum landsins.
Enn eru á Rangárvöllum tvær frægar jarðir, Gunnarsholt og
Keldur. Eru í Gunnarsholti sandgræðslur miklar, svo að mörg
hundruð hestar eru nú slegnir árlega af góðheyi, þar sem fyrir
fáum árurn var varla strá. A Keldum bjuggu hjónin Hálfdan og
Steinunn á Sturlungaöld og skutu stundum skjólshúsi yfir menn,
sem aðrir sóttu eftir. Þar fannst fyrir skönnnu merkur fornminja-
fundur í jarðgöngum, hlöðnum úr hraungrýti og saman í toppi, —
en ekki kunni Magnús frekari skil á því.
Sandurinn er að baki, og stefnum við heirn að stórjörðinni
Geldingalæk, þar sem Einar Jónsson, merkur alþingismaður á
sinni tíð, bjó og var við kenndur. Enti hann ævi sína í Ytri-
Rangá, en það er önnur saga.
Bíllinn rennur í hlað. Myndarlegur maður situr á hestastein-
inum og reykir vindil. Við Jieilsumst, og Magnús kynnir okkur.
Þetta var bóndinn, Skúli Tliorarensen, tengdasonur Einai's al-
þingismanns. Bóndi býður okkur í bæinn og veitir mat. Að lion-
um meðteknum förum við út, — ég til að svipast um og spyrja,
en félagar mínir fara að setja saman dráttarvél, sem á að slá með
nokkra tugi dagslátta lijá bónda. Gekk það hjá þeim eins og í
reyfara, og ók Magnús vélinni út á tún, að nýrri sáðsléttu. Ljár-
inn skellur í grasið, og sláttumaðurinn er brátt úr augsýn, enda
ljar leiti á milli. — Ég spurði ljónda, ltversu lengi hann mundi
verða með hringinn, og svarið var: Ja, þetta er nokkuð langt. Þessi
jaðar er um 800 metrar á lengd, og þá fór að skýrast málið. Sléttan
var a. m. k. 40 dagsl., og mundi gömlu mönnunum hafa þótt það
lielzt til mikið til að liafa undir í einu. Ég spurði bónda, liversu
152 STÍGANDI