Stígandi - 01.04.1947, Síða 95
\ leiðinni frá Háumýrum og suður í Eyvindarver þurftum við
að lilaða nokkrar nýjar vörður. Við höfðum hirt nokkra brotna
tréstaura norður á Sandi, og tókum nú til að smíða okkur börur
til að bera á grjót. Eg hafði með mér nagla og hamar, en sög hafði
ég ekki, svo að við urðum að brjóta spýturnar — og víst er um
það, að ekkert nýsköpunartæki voru þær, grjótbörurnar okkar.
Við vorum alllengi að bera að grjót í þessar nýju vörður, því
að auðvitað Iiöfðu staurarnir verið reknir þar niður, sem
lengst var aðdrátta um grjót. Hestarnir stóðu á auðninni, bundn-
ir saman, meðan við unnum við grjótið — og voru furðu rólegir,
enda var veðrið dásamWa oott.
o o
Nokkuð norðan við Eyvindarver er smákvísl, senr kölluð er
Ytra-Hreysiskvísl. Þegar við komurn þangað suður, vorum við
orðnir mjög þreyttir og syfjaðir — og enn áttum við nokkurt verk
fyrir Iiendi, áður en komið væri suður í Eyvindarver. Við tókum
í skyndi niður af hestunum, en þeir leituðu um hálfgróinn kvísl-
arbakkann, þótt lítið eða ekkert væri þar ætilegt fyrir þá. En við
hituðum okkur kaffi í skyndi, hengdum tjaldið á eina súlu, ég
skreið þar inn með prímusinn, og innan stundar sauð á katl-
inum. Og þar sem ekki er nauðsynlegt að hella á framlturðar-
könnu uppi á Sprengisandi, þá helltum við kaffinu strax á stórar
skálar og supum stórt, hituðum aftur á katlinum og drukkum
meira. Um sinn hvarf okkur þreyta, og hressir og glaðir bjuggum
• við á hestana og héldum áfram suður í Eyvindarver.
í Eyvindarveri er mikið og fjölskrúðugt fuglalíf. Þar ber mest
á álfturn og svo gæsum, og nú var þar iðandi fuglamergð.
Sigurður á Hlíðarenda .er oft gamansamur og hefir það til
að herma eftir smáskrítnum kunningjum. Þegar Sigurður var að
alast upp í Fnjóskadal, brá hann því fyrir að leika sérkennilegan
bónda, sem hann var nokkuð samtíða. Sérstaklega brá hann því
oft fyrir, þegar gamli maðnrinn sigaði úr túninu — en karl átti
hund, sem „Kári“ hét.
Þegar við komum norðan grjótöldurnar og sáum yfir þessar
gróðursælu, hlýlegu „vinjar" í jaðri eyðimerkurinnar miklu, allar
kvikar af álftum, sem eigi höfðu veitt athygli þessum óboðnu
gestum austur á öldunni — þá spurði ég Sigúrð félaga minn og
sagði: „Jónas minn, viltu nú ekki siga úr túninu?" En jafn-
snennna hökti Sigurður vestur ölduna og var nú haltur — benti
niður um verið og kallaði hátt: „Kári, Kári ho, ho, irr, irr!“ En
hinir fannhvítu, tígulegu fuglar þustu hvarvetna upp með unga
STÍGANDI 173