Stígandi - 01.04.1947, Page 97
tjald — og þegar við liöfðum fengið okkur hressingu, var komið
kvöld. Loftið var Jrví nær heiðríkt, við gengum norður á Höfðann
og lituðumst um. Og nú skulum við athuga það nokkru nánar.
Sóleyjarhöfði er alllöng en fremur mjó alda, lægri suður, en
smáhækkar, eftir því sem norðar dregur. Höfðinn er algróinn. Þar
vex einkum laufgróður, en minna af grastegundum, þó sést þar
sandtaða og fleiri grös — og svo vaxa þar sóleyjar — senr Höfðinn
tekur nafn af.
Austan við Sóleyjarhöfða er allstór lægð, og liggur lágt, þar
er því jafnan bleytusamt framan af sumri.
Vestan við Höfðann fellur Þjórsá fram, breið og mikilúðleg.
Að norðan mjókkar Höfðinn og hækkar, en gengur loks þver-
hníptur norður í ána, sem tekur þar allmiklu austar — en sveigir
svo vestur með Höfðanum.
Þótt Sóleyjarhöfði beri ekki mjög' hátt, þá er samt furðulega
víðsýnt þaðan. Norður um ána er allt kvikt af sundfuglum og
berst okkur ómur af óteljandi röddum Jreirra og söngvum. Um
haglendið fyrir vestan ána dreifir sér allmargt lirossa, sem lík-
legt er, að bændur í Gnúpverjahreppi eigi, og hafi rekið hingað
á sumarhaga. — Þar glampar á breið bök og lýsir af reistum
makka. — Og vítt um kring rísa jöklar og háfjöll — sem hollvættir
Jressa töfraheims — en kvöldsólin lýsir hinar rammefldu breða-
bungur, sem væru þær eitt Ijóshaf. — Margbreytilegur töfrandi
ljósheimur. Og norður á ánni hefja svanirnir kvöldsöngva sína —
óteljandi raddir — fegurri nokkurri hljómkviðu hefja þeir sinn
Jrakkaróð, rneðan sólin hnígur bak við Arnarfell hið mikla. —
En hátindar Kerlingarfjalla baða enn í aftangeislum hnígandi
sólar.
Snortnir af helgi þessa fjallageims, tókum við að búa farangur
okkar, fyrsta áfangann — heim.
I Verunum, Eyvindarveri og Þufuveri, vaxa auk annars gróðurs
fjallagrös. Þau munu hafa verið drjúgur búbætir útlögunum
í Eyvindarveri. — Og enn eru þau hverjum ísfendingi holl til
manndóms og þrifa — e. t/ v. ekki síður en misjafnlega geymdir
ávextir vestan frá Kaliforníu. Eg tók jafnan fjallagTös í poka, og
hafði heim með mér, en krakkar mínir lneinsuðu þau og týndu
á löngum vetrarkvöldum, meðan ég sagði Jreim sögur úr heima-
landi hollvættanna suður þar. Við Sigurður fórum til grasa niður
í Þúfuver. Hestarnir undu allvel um hina grösugu haga, meðan
STÍGANDI 175