Stígandi - 01.04.1947, Síða 98
við færðum saman liinn dýra feng og tróðum fullan poka Iivor
okkar. Síðla nætur héldum við svo norður í Eyvindarver.
I Eyvindarveri vorum við til næðis á fimmtudaginn og hvíld-
um okkur vel, því að nú stóð til að fara allstóran krók á leiðinni
lieim — austur í Jökuldal. Jón Karlsson, bóndi á Mýri, senr var
I jallskilastjóri fyrir Vestur-Bárðdæli, hafði óskað eftir því, að ég
kæmi í þessari ferð í Jökuldalinn og leitaði þar að líkum fyrir
því, hvort fé hefði orðið þar úti haustið áður, en þá hafði Jökul-
dalsleitin farizt fyrir af einhverjum ástæðum.
Nær miðnætti á föstudagsnóttina lögðum við Sigurður af stað
norður yl'ir Sprengisand. Nestisskjóður okkar voru nú léttar, og
Iteypokar tómir, en svo höfðurn við fjallagrösin meðferðis, og
tafði sá flutningur ferð okkar allmikið.
Allt til þessa hafði ferðin gengið að óskum, að vísu tók hún
alllangan tíma, en um það var ekki að sakast, því að veðrið var
svo gott og sjónarhringurinn víður. — „En enginn má sköpurn
renna“ — og sízt varði mig þá, að svo óvænlega ætti eftir að horfa
um lok þessarar ferðar, senr brátt varð raun á.
Skömmu áður en við lögðum í þessa ferð, hafði gengið á
bæjum slæm kvefpest. Ég varð lasinn af kvefinu, en batnaði fljótt.
Sigurður félagi minn hafði ekki tekið kvefið og hugði sig slopp-
inn. Svo þegar við um nóttina tókum fjallagrösin í Þúfuveri, þá
kenndi Sigurður slappleika og é>nota nokkurra. En þegar við vor-
um hvíldir í Eyvindarveri, var hann hress og ósjúkur. I bjartri vor-
nóttinni riðurn við norður frá Eyvindarveri. Það var hljóður
hátíðleiki, sem hvíldi yfir þessu furðulega ævintýralandi — veru-
leikans.
Þegar við komum nokkuð norður fyrir HáumýTar, tókum
við stefnuna afleiðis frá vörðunum, austur í Jökuldal. Þá fór
Sigurður að finna til lasleika, er ágerðist mjög. Hann hafði höfuð-
verk og hitasteypur stundum — eða kuldahroll — maðurinn var
veikur — suður á Sprengisandi.
Jökuldalnr — sem sumir kölluðu Nýjadal, skerst vestan eða
norðvestan í Tungnafellsjökul. Dalurinn er mjög þröngur, en
mig minnir, að um það bil klukkustundar reið sé þangað, sem
lengst verður komizt inn í hann á hestum.
Bugða er á dalnum innarlega og liggur hann þar rneira til aust-
urs. Alldjúp lægð liggur úr dalbotninum, og þykir mér senni-
legt, að hún dragi austur allt í gegnum jökulinn til Vonarskarðs.
í mynni Jökuldals er hár höfði, sem lokar fyrir dalopið — þannig,
176 STÍGANDÍ