Stígandi - 01.04.1947, Side 100
tala um það, livort hestarnir mundu duga til þess að haldið væri
stanzlaust norður í Mýri. Ég svaraði því, að hestarnir myndu
þola það, en hann ekki. Hér var allt í húfi. Ef Sigurður fengi
skæða lungnabólgu, taldi ég hann af — og frá Kiðagili og norður
í Mýri er sex tíma flugreið. En — ég átti svolítið eftir af nestinu
— þar taldi ég mig hafa nokkur tromp á hendinni. Þegar norður
kæmi að Kiðagili, myndi ég hiklaust spila þeim fram — og sjá
hvort hollvættir ferða minna og þrek granna míns væri enn svo
vel á verði, sem verið hafði.
Síðla dags komurn við norður í Dældir við Kiðagil, þar sleppt-
um við hestunum á haga og reistum tjald í skyndi. Ég gróf svo
upp úr nestisskjóðu minrii hálfflösku með spíritus. Flaskan hafði
verið full, þegar við fórum að heiman, en nú var búið að taka
toll af henni. Ég saup svo vænan sopa úr flöskunni og fékk hana
síðan í hendur Sigurði, sem tæmdi hana fljótt. Ekki man ég eftir
því, að okkur þætti sopinn bragðsterkur, svo dofnir vorum við
og þreyttir.
Sigurður lagðist svo fyrir og sofnaði, en ég breiddi yfir hann
allt, er ég mátti til finna. Svo fór ég að borða og hita mér kaffi-
sopa, því að nú var ekki annað að gera en bíða — bíða og sjá,
hvaða áhrif þessi hrossalækning kynni að hafa.
Og svo lagðist nóttin yfir. Ein þessi þögla, bjarta vornótt. Það
var norðanfar í lofti dg bar þoku á jökla og hærri fjöll. Hestarnir
höfðu satt sárasta hungrið og lögðust upp með læknum. En
norður á brekkubrúninni stóð ær í alullu. — Hún var stór og
fönguleg, með tvö bústin og sælleg lömb. Markið var stýft og
sneitt. Sennilega á Páll á Stóruvöllum hana, þær vita, hvar bezt-
ur er haginn, rollurnar hans.
Reist og mikilúðleg brokkaði hún niður torfuna með lömbin
sín bæði — ákveðin í að njóta frelsisins sumarlangt — sennilega
suður í Ytra-Fljótsgili.
En inni í tjaldinu bylti Sigurður sér og umlaði í svefninum,
liann henti af sér teppum og gæruskinnum, en ég hlúði að hon-
um jafnharðan. Hér var háð hörð og tvísýn barátta og óséð, hversu
fara myndi.
Og nú rennur það mér fyrir hugarsjónir, að síðan ég man, hafa
sex bændur búið á Hlíðarenda og farið — án þess að jörðin bæri
þess vott, að um liana væri hlúð á einn eða annan hátt — túnið
var lítið og þýft og óvarið fyrir ágangi búfjár. — En nú hafði Sig-
urður búið þar í þrettán ár, og ég hafði veitt því athygli, hvernig
178 STÍGANDI