Stígandi - 01.04.1947, Page 105
að búa út flutning á 3 kerrur, og reyndist hann alldrjúgur. Auk
J^ess varð að bera á tveim hestum austur yfir Námaskarð, sem
var talið einna versti kafli leiðarinnar.
Svo var lagt af stað um kl. 11. Voru það 9 gangnamenn, Jiessir:
Björgvin Árnason, Halldór ísfeldsson, Yngvi Kristjánsson, Jón
P. Þorsteinsson, Jónas Einarsson, Stefán Helgason, Tómas Sig-
urtryggvason, Þórarinn Stefánsson og síðast en ekki sízt skal
nefna Pétur Jónsson, gangnaforingja. Gísli Pétursson í Reykja-
lilíð fylgdi austur í Hlíðardal til að fara með hesta til baka, er
Jjangað voru notaðir. Þegar í Bjarnarflag kom, sást maður á leir-
Ijósu hrossi koma sunnan Flagið, og fór mikinn. Var Joað sá 10.,
sem í göngurnar átti að fara, Stefán Jónsson, bóndi á Öndólfs-
stöðum í Reykjadal.
Erfitt var með kerrur austur yfir Námaskarð, en vannst þó.
Áð var á Hlíðardal og J)ar stofnað matarfélag til allrar ferðarinnar.
Var {jar og bryti útnefndur. Varð Jón Pétur fyrir Jjví vali, sem
jafnan Jjá er hann er ineð. Þar var liði skipt, og tók Stefán Helga-
son við yfirstjórn flutningsins, en þeir fimm: Björgvin, Jónas,
l’étur, Stefán Jónsson og Tómas riðu á undan til að grafa fyrir
undirstöðu hússins og leggja liana.
Þegar dimmt var orðið, var gi'eftri lokið og nokkrir undirstöðu-
steinar lagðir. Fór jiá Pétur af stað á móti flutningsmönnum og
mætti Jieim á neðri barmi Sveinagjár. Hafði gengið vel með
flutninginn, en hægt, því að kerrur voru Jrungar. Einn dráttar-
hest hefðu þeir sæmt 1. verðlaunum, liefðu Jieir mátt. Það var
Rauður Björgvins. Var skilið við kerrurnar austur á móts við
Péturskirkju, og þær síðan sóttar morguninn eftir.
Dálítil héla var á jörðu næsta morgun, en afbragðsveður allan
daginn. Var unnið af kappi við bygginguna daglangt; voru veggir
þá hlaðnir að mestu og reist um kvöldið, liurð og gluggar smíðuð
og langbönd sett saman.
Samvinna var ágæt og vinnugleði mikil, en mesta gleði dagsins
var þó það, að Andvari, sem ekki tyllti í einn fótinn og talinn
var úr leik í þetta sinn, var læknaður að fullu. Stefán á Öndólfs-
stöðum fann að síðustu eftir mikla og nákvæma leit, að járnoddur
einn muni hafa stungizt upp í hófsólann og var þar ígerð í
byrjun. Tálgaði Stefán Jietta upp, unz hreint blóð kom. Var
Andvari nær jafngóður Jiegar. Eru jnestar líkur til, að hann hefði
verið teymdur heim á þrem fótum, ef Stefáns hefði eigi notið.
Mánudaginn 21. sept. var lagt af stað í fjárleitina.
STÍGANDI 183