Stígandi - 01.04.1947, Page 115
Kvöld við vötnin i Herðubreiðarlindum. Edv- sig-
annað. Sakaði hana þó aldrei, en hlátur hennar glumdi stöðugt,
hverriig sem allt gekk.
Seint um kvöldið náðum við til Herðubreiðarlinda. Var þá
allbjart og verður til muna betra. Sprettum við í flýti af hestun-
um og tjölduðum. Var öllum mál á hvíldinni, en þó einkum
hestunum, sem orðnir voru mjög svangir og þreyttir.
í Herðubreiðarlindum er afburðafagurt og gróður ótrúlega
mikill og fjölbreyttur. Sinntum við þó lítt náttúrufegurðinni,
en nutum því betur hvíldarinnar, því að ekki þurfti að hafa
áhyggjur vegna hestanna. Myrkrið skall líka yfir, svo að við
settumst að í hvílupokum okkar og létum ljós brenna í tjaldinu
unr stund. Hvílupoka höfðum við lánað þeirn frönsku. Var liann
afar stór og mikiil, gerður úr vænum sauðargærum. Sváfu lijónin
í honum bæði og hlógu dátt í hvert sinn, er þau háttuðu. Þótti
þeim pokinn mesta gersemi og föluðust eftir honum sem hjóna-
rúmi, er til Parísar kæmi. Töldu þau, að slíkt myndi þykja fágæti
í þeirri borg. Hundurinn Díli livíldi \ ið fætur okkar og svaf vært
eftir dyggilega þjónustu undanfarna daga.
Næsta mörgun var veður gott, en þoka hvíldi á fjöllum. Höfð-
um við þá sofið rótt við mjúkan klið Herðubreiðarlindanna.
13
STÍGANDI 193