Stígandi - 01.04.1947, Page 123
kögrinu. Svo blossaði eldurinn upp. Óttasleginn liopaði ég frá.
Eldurinn funaði upp í rjáfur og ég skalf af hræðslu. Mig langaði
að æpa, en þorði það ekki. Eg svipaðist um eftir bróður mínum,
en hann var rokinn burt.
Helmingur stofunnar stóð nú í ljðsum loga. Reykurinn var að
kæfa mig og hitinn ætlaði að steikja mig. Ég greip andann á lofti.
Ég hljóp fram í eldhúsið. Þar var allt fullt af reyk. Það gat
varla liðið á löngu, unz rnóðir mín uppgötvaði íkveikjuna og gæfi
mér ósvikna ráðningu. Ég hafði brotið af mér, framið óhæfu, sem
eg gat ekki leynt og ekki þrætt fyrir. Ég varð að hlaupast á brott
og korna aldrei aftur heim. Ég liljóp út úr eldhúsinu og út í liúsa-
garðinn á bak við. Hvar gat ég falið mig? Ég gæti skriðið undir
húsið! Þar gat enginn fundið mig. Ég skreið undir húsið og
hnipraði mig saman, þar sem dimmast var. Móðir mín mátti með
engu móti finna mig þarna og liýða mig fyrir íkveikjuna. Þetta
hafði allt verið óheppni. Ég hafði alls ekki ætlað að kveikja í hús-
inu. Mig hafði aðeins langað að sjá, hvernig það liti út, þegar
eldurinn læsti sig í gluggatjöldin. Mér hugkvæmdist heldur ekki,
að ég hafði falið mig undir brennandi húsi.
Innan skannns heyrði ég fótatak uppi yfir mér og síðan hræðslu-
óp. Nokkru síðar heyrði ég brunalúðurinn jieyttan og hófaskellir
kváðn \ ið í götunni. Hér var eldsvoði á ferð. Það var ekki um að
villast. Fyrir skömmu hafði ég horft á hús brenna til grunna,
svo að reykháfurinn einn stóð eftir. Kannske færi eins nú? Ég
stirðnaði upp af skelfingu. Það var slíkur atgangur inni í húsinu,
að reykháfurinn, sem ég hjúfraði mig upp við, nötraði. Ópin
urðu æ háværari. Ég sá ömmu ljóslifandi fyrir mér. Hún lá
bjargarlaus í rúmi sínu og eldurinn læsti sig um svarta liárið
liennar. Kannske hafði hann þegar læst sig í klæði móður minnar?
Ef til vill brann litli bróðir minn? Máske brunnu allir í húsinu!
Hvers vegna hafði mér ekki komið þetta til hugar, áður en ég
kveikti í gluggatjöldunum? Ég óskaði þess af heilum hug, að ég
gæti hætt að vera til, horfið. Hávaðinn uppi yfir mér jókst
enn, og ég tók að gráta. Mér fannst ég liafa legið þarna óralengi,
allt var hljóðnað og ég var svo einmana, eins og ég væri um tíma
og eilífð útskúfaður úr mannlegu lífi. Ég heyrði, að einhverjir
töluðust við úti fyrir húsinu og ég skalf af ótta.
Richard! hrópaði móðir mín með tryllingsrödd.
Ég sá á fætur henni, þar sem hún hljóp um húsgarðinn og leit-
aði að mér. Rödd hennar skalf af dauðans ótta, og þó var slíkur
STÍGANDI 201