Stígandi - 01.04.1947, Qupperneq 146
Ef ekki að efa, að bók þessi muni
verða mjög eflirsótt af börnum.
í alveldi ástar, skáldsaga eftir
Wanda Wasilewska. Gunnar Jienc-
diktsson þýddi. Pálmi H. Jónsson
gaf út.
Saga þessi er rússncsk og gerisl í síð-
asta stríði á sjúkrahúsi í Rússandi. Höf-
uðpersónan er María, hjúkrunarkona,
sem er gifl, en maður hennar er i hern-
um. Loks keniur liann þó heim, cn er
örkumla-maður. María, sem hefir hjúkr-
að fjöldamörgum hermönnum, talið í þá
kjark og gefið þeim aftur trú á lífið,
hugast nær alveg undan ógæfu sinni.
Henni finnst, að hún elski ekki mann
sinn lengur, og þar kemur; að hún
hyggst flýja frá ógæfu sinni með lækni,
cr vinnur á sama spítala og hún og lengi
hefir tilbeðið hana. En á síðustu stundu
höndlar hún aftur ástina til manns síns.
Eigi saga þessi að vera sýnishorn rúss-
neskra bókmennta nú til dags, þá cr
annað tveggja, að valið' hefir ekki tek-
izt vel eða risið er ekki hátt á þeint nú.
l>að er annars athyglisvert, hve val
þýddra sagna virðist handahófsverk hjá
fjölmörgum þýðendum og útgefendum.
Þetta mun stafa af því, að í flestum til-
fellum er ekkert menningárlegt takmark
að Itaki þessa „vals“, aðeins „atvinna"
hjá þýðaiidanum, en „bissnessinn" hjá
útgefandanum. Þetta er dapurleg stað-
reynd, þótt skylt sé að geta þess, að
inargir þessata útgefenda gefa af og til
út prýðisverk. íslendingar eru nú næsta
fáfróðir um nútíma rússneskar bók-
menntir, og væri það þakkarvert að
kynna þær hérlendis, kynna þa’r af
smekkvísi og hnitmiðuðu vali, því að
ótrúlegt er, að hjá miljónaþjóðum
Sovétríkjanna sé ekki eitthvað framleitt
af andlegum hnossgætum, sem íslenzk-
um lesendum væri aufúsa á að kynnast.
Br. S.
TIL ATHUGUNAR
Stfgandi er að þessu sinni 9 arkir lestnáls, og eru þá eftir ö arkir af þessunt árg.
Kemur 4. og síðasta hefti 5. árg. væntanlega út í lok jan. na’sta árs.
Útg.
224 STÍGANDI