Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 27
Snxljónin
Þeir gengu saman út að hænsnakofanum og ljónið settist þar á
steinana tvo og lét kalla fyrir sig hænuna sem kom skjálfandi út.
- Er það rétt, að þú sért göldrótt, spurði ljónið.
- Já, sagði hænan lágt.
- Leyfðu mér að sjá þig galdra, sagði ljónið.
- Eg get látið þig verpa ef ég vil, sagði hænan.
Nú kímdi konungur dýranna.
- Legg ég nú svo á og mæli svo um að þú verðir að feitu varp-
hænsni, og til að sýna mitt vald þá skaltu kíkja þar sem þú situr og
þá muntu sjá að ég hef þegar látið þig verpa. Eftir klukkutíma verð-
urðu kominn með kjúklingalappir, um kvöldmat færðu stél og undir
morgun verðurðu orðinn hænsni eins og ég og þá skal ég gogga í
kambinn á þér því hér í kofanum er það ég sem ræð.
Ljónið lyfti sér upp og sá eggið og lötraði nokkur skref afturábak.
- Einmitt þetta sama kom fyrir mig, sagði Scháferhundurinn. -
Það var ekki að furða þó mér brygði. Eg hef ekki þorað út að kofa
síðan þetta gerðist. Eg er alls ekki hissa á því að yðar hátign hafi
orðið hverft við.
- Og hvernig fórstu að því að fá hana til að hætta við galdurinn?
- Eg varð að skríða á maganum til kofans og grátbiðja hænuna
um miskunn, sagði Scháferhundurinn.
- Það mun ég aldrei gera, sagði ljónið. - Eg skipa þér að aftur-
kalla galdurinn, sagði ljónið við hænuna af miklum myndugleika.
Það var ögn skjálfraddað þó.
- Mér er svo sannarlega skylt að hlýða þér í einu og öllu herra
konungur, sagði hænan.
- Eg skipa þig umdæmisstjóra á Islandi í staðinn, sagði ljónið,
svo fegið varð það.
- Göldrótt hæna er ekki til að spauga með, sagði ljónið við Scháf-
erhundinn og konungur dýranna leit með beyg í áttina að hænsna-
kofanum.
Þegar ljónið kom aftur í Hvalfjörðinn voru háhyrningarnir að
leika sér í flæðarmálinu, þeir renndu sér upp í fjörusandinn og létu
ölduna fleyta sér aftur út.
Um haustið fékk hænan embættisskjal frá konungi dýranna og
hún lét hengja það upp í hænsnakofanum. Ljónið staðfesti loforð
sitt og ritaði undir með selsblóði. Skjalið var gjört á Grænlandsjökli.
281