Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 71
Glugginn I steinlögðu anddyri skiptu þær liði. Riddarasalurinn kom í hlut Maríu. Hún var ánægð. Hafði aldrei séð raunverulegan íburð. Henni fannst því dagamunur að því að fægja glæsileg húsgögn í fal- legum veislusal. I huga hennar var eitthvað rómantískt við ridd- arasalinn sem gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn. María fyllti stóra fötu af heitu vatni og gekk upp breiðan stein- stiga sem lá í glæsilegum sveig upp á aðra hæð. Tvöföld bogahurðin að riddarasalnum stóð upp á hálfa gátt. Hún smeygði sér eftirvænt- ingarfull inn með fötuna og þveglana. Það kom henni á óvart að sjá hve allt var rykugt og grómtekið. Rykið var svo þykkt að engu var líkara en þokan hefði smogið inn og deyft allar línur og form. Köngulóarvefir umvöfðu ljósakrónurn- ar og útflúrið á veggjum og lofti var sveipað gráum slæðum rétt eins og dalurinn fyrr um morguninn. María stóð undrandi á miðju gólfi stundarkorn en hófst svo handa við að sópa niður veggina. Hún heyrði hvernig hávært skvaldrið í hinum konunum smáfjarlægðist og þagnaði loks alveg er þær hurfu hver í sína áttina. Þegar leið á daginn fór María smám saman að sjá árangur vinnu sinnar. Hún hafði nuddað, bónað og pússað linnulaust þar til allt var orðið gljáandi undan höndum hennar. Allt nema frönsku glugg- arnir. Þá hafði hún geymt þar til síðast. Þeir voru svo skítugir að varla sást út. Þegar hún hefði hreinsað þá fengi eftirmiðdagssólin skinið inn og kastað geislum sínum á gljáfægðan salinn. Þá myndi hann ljóma í öllu sínu veldi. Hún gæti sest niður eitt augnablik og notið dýrðarinnar áður en hún færi heim. María réðst að rúðunum innanverðum. En það var sama hvernig hún hamaðist, óhreinindin fóru ekki af. Þau lágu í skýjum líkt og gláka á hálfblindu auga svo birtan náði ekki að brjótast í gegn. Þegar hún leit í kringum sig sá hún að skýin vörpuðu ljótum skuggum á nýþveginn salinn allt í kringum hana. María sá í hendi sér að ef hún ekki gæti fægt gluggana væri dagsverk hennar unnið fyrir gýg. Hún hugsaði með sér að kannski væri skíturinn utan á. An þess að hika opnaði hún meira en mannhæðarháan gluggann öðrum megin og smeygði sér út. Hana snarsvimaði er hún stóð á gluggasyllunni og leit niður kastalaveginn og klettinn, út yfir þorp- ið. En gluggana varð að þvo svo hún snéri sér varlega við og seildist 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.