Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
Onefnt er enn þriðja kvikmyndaeinkenni Gerplu og þá jafnframt hið
veigamesta, það sem hér skal nefnt klippitækni (e. montage-technic, þ.
Schnittechnik). I einföldustu mynd sinni felst þessi tækni í því að skipa frá-
sagnareiningum - sem hver um sig hefur ákveðna merkingu - niður á þann
veg að við niðurskipanina rís upp ný merking, merking heildarinnar. Hver
eining segir þá að sínu leyti ákveðinn sannleik en allur sannleikurinn birtist
ekki fyrr en menn gera sér ljósa grein fyrir hvaða einingar heyra saman og
hvernig þær tengjast í heildir en það geta þær gert á hinn margflóknasta
hátt. Klippitæknin á það sameiginlegt með paródíunni að hún framandgerir
textann, þ.e. hún sýnir nauðahversdagsleg fyrirbæri í nýju ljósi, gerir þau
eftirtektarverð og merkileg. Hún miðar líka að því að gera lesendur virka í
sköpunarferli listaverksins. Hinni sérstöku niðurröðun efnisins er beinlínis
ætlað að orka sem hvati á hugarflug lesenda, þeir skulu sjálfir tengja saman
einingarnar, velta fyrir sér samspili þeirra og draga ályktanir af því. I
Gerplu markast byggingin allt frá smæstu einingum til hinna stærstu af
klippitækninni. Það eitt veitir lesandanum ærinn starfa en til viðbótar kem-
ur svo að sagan er paródía sem fjallar um tvenna tíma.
Hér er ekki nokkur vegur að telja upp öll birtingarform klippitækninnar
í Gerplu. Til glöggvunar skulu þó nefnd fáein.
I bókinni fer fjölmörgum sögum fram í senn og milli þeirra er lesendum
svipt með tíðum klippingum. Það einkennir jafnt fléttuna sem smáar frá-
sagnareiningar, og er á þýsku nefnt Einstellungswechsel.
Stundum reynast einstakar efnisgreinar vera sérstakar klippiheildir, (e.
montage constructions), þar sem hver setning eða málsgrein er þrauthugs-
uð eining innan smáheildar, sem er aftur grunduð eining í annarri stærri
heild.
Finna má einnig þá klippitækni sem kennd er við nánd og heild (þ. Nah-
aufnahme und Totale) en þá er sjónum t.d. beint á víxl að stóru og smáu
(t.d. megineinkennum þjóðfélagsins og útliti einstaklings) og með tíðum
klippingum reynt að setja fram mikilsverðan sannleik.
Loks skal nefnt að jafnvel forspáin, þetta ótvíræða fornsagnaeinkenni,
birtist í draumum og sýnum Þormóðar sem dæmigerð klippitækni, svo-
nefnd Einblendung. Svipaða sögu er að segja um tvenns konar stöðu sögu-
manns í frásögninni. I stað þess að kenna hana við riddarasögur eða Islend-
inga sögur má segja að klippt séu saman tvö frásagnarsvið, þ.e. hin eigin-
lega atburðarás annars vegar og athugasemdir og skýringar sögumanns hins
vegar.
í krafti klippitækninnar verður formgerð Gerplu ólík formgerð þeirra
sagna sem með drjúgri einföldun má kalla hefðbundnar. í sögunni er ekki
einn strengur þar sem atburðirnir leiða hver af öðrum í harla einföldu or-
\
288