Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar Jón fordæmi fyrirrennara sinna á Hafnarslóð í því að hugur hans er gjarn á að leita heim í skáldskapnum, eins og glöggt kemur fram í kvæðinu I vor- þeynum sem sver sig mjög í ætt við hafnaríslensk föðurlandsljóð frá fyrri tímum, þegar samgöngur við gamla landið voru enn strjálar og dagblöðin íslensku ekki til sölu á brautarstöðinni. En þótt okkur heimamönnum sé orðið tamast að sjá þessi hafnaríslensku skáld fyrir okkur sem óhuggandi af heimþrá og í öngum sínum í Hafnar gufu, felandi þýðum sunnanvindum kveðju sína heim til fósturlandsins góða, hefur þeim sem betur fer einnig orðið nokkuð tíðlitið í suðurátt og hafa engan veginn verið ónæmir fyrir þeim vindum sem þaðan blésu. Að þessu leyti er Jón Helgason engin und- antekning, þótt hann hafi síður hirt um það en fyrirrennarar hans á nítjándu öld, að henda á lofti það sem nýstárlegast þótti og samtímalegast af því sem að sunnan kom, heldur sótt feng sinn fremur í forðabúr liðinna alda. Hér kemur auðvitað orðið fræðimennska upp í hugann, nema menn kannski geri sér grein fyrir því að það sem lengi hefur megnað að standast tímans tönn er sítímabært og hlýtur að varða allar kynslóðir mennskra manna, hvaða merki svo sem tískan býður þeim að játast undir. En sá sem hyggst gera úttekt á þýðingarstarfi Jóns Helgasonar rekur sig fljótt á það að niðurröðun þýddra kvæða í hinni nýju Kvæðaútgáfu er í hæsta máta handahófskennd. Að vísu er þar stuðst við sömu röð og er í áð- ur útgefnum bókum hans, en í einskonar heildarútgáfu sem þessari hefði verið ástæða til að stokka þau upp á nýtt. Þessi ruglingslega niðurröðun er þó engin afsökun fyrir okkur hér að taka ekki kvæðin fyrir í skipulegri röð, þótt það liggi kannski ekki beint fyrir, hver sú röð eigi að vera. Hér mætti til dæmis hugsanlega viðhafa skiptinguna milli „alvarlegra" kvæða og „gamankvæða", þar sem meðal þýddra kvæða eru jafnt ljóð af guðrækileg- um toga og raunatölur um þessa heims fallvelti annars vegar sem og glettnir gluntasöngvar og háðkvæði hins vegar, en einnig kæmi til greina skipting eftir tungumálum, þar sem þýtt er úr latínu, frönsku, þýsku, ensku og norðurlandamálum. Að athuguðu máli virðist affarasælast að leggja skipt- ingu eftir tímaröð og tímabilum til grundvallar, þótt hin sjónarmiðin verði látin gilda að einhverju leyti. Ef við nú sem sagt höfum tímaröðina að leiðarljósi, verður fyrst fyrir okkur kvæði sem stendur nokkuð sér og sker sig úr að því leyti að það er ort löngu fyrir Krists burð og langt utan okkar menningarsvæðis, en það er brot úr Rigveda-kvæðinu indverska, nánar tiltekið það sem fjallar um upp- tök tilverunnar og er númer X 129. I athugasemdum með þýðingunni er þess getið að hún sé ekki gerð eftir frumtexta heldur rímaðri þýðingu á þýsku og lesandi raunar varaður við að treysta á nákvæmni hennar, enda mundi höfundurinn vart þekkja í henni sitt eigið afkvæmi. Þetta ber keim 264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.