Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar hafa brotist undan ofríki þeirra táknkerfa sem daglega byrgja okkur sýn og breyta nánasta umhverfi í safn notagilda eða tækja. Textar af þessu tagi ein- kennast af því að nálægðarvensl eru þanin til hins ýtrasta; ferli skapast sem knúið er áfram af skorti, leit að festu: einingu orðs og fyrirbæris, sjálfs og heims. Að því leyti líkjast þessir textar starfsemi hins dulvitaða. Dulvitundin, sagði Jacques Lacan, er líkt og tungumálið samsett úr „tómum" táknmyndum sem tengst geta fjölda táknmiða, vensl þeirra til- viljunarkennd og síbreytileg13. „Turn" í draumi er fremur táknmynd en tákn og merkingin breytileg eftir aðstæðum, dulin og tekur sífellt á sig nýj- ar myndir um leið og turnmyndin sjálf tengist breytilegum táknmiðum. Með öðrum orðum: dulvitundin líkist ólæsilegum, síkvikum módemískum texta sem berst gegn túlkun, forðast uppljóstrun. Tungumálið, sagði Jacqu- es Lacan, reynir án afláts að bæta upp skort, svala þrá, og flæðir því áfram eftir leið nafnskipta. Kvikið er veruháttur þess og leiðir af sálrænni reynslu manneskjunnar. I bernsku er henni fleygt úr heimi gnægðar og einingar inn í heim er einkennist af mismun og flokkun, heim tungumálsins. Tal og skrift koma í stað beinnar upplifunar, orðlausrar eignar, návistar. Vitundin heldur tungumálinu að öllum jafnaði í skefjum og festir orð við hluti. Látlaust kvik myndi og rjúfa allt samhengi, gera málleg samskipti ómöguleg, skapa óviðunandi ástand. Nútímahöfundar hafa farið ýmsar leiðir. Sumir stefna úreltri rökhyggju gegn öngþveitinu: skriftin verður að hinu skrifaða, ferlið að afurð, textinn að boði, táknmyndin að heildstæðu tákni: sannleika. Aðrir reyna að laga formsköpun sína að ringulreiðinni. I textum þeirra gegna myndhvörf oft á tíðum meginhlutverki. Þau stöðva skriðið og festa það sem í fyrstu virðist með öllu ófestanlegt. Slík mynd- hvarfahneigð leitar réttlætingar og vits í goðsögulegri myndsköpun sem nú á dögum er eitt af höfuðeinkennum skáldsögunnar. I fjölda nútímaverka eru goðsöguleg minni notuð til að varpa ljósi á samtímann. Þau eru frá- brugðin einangruðum líkingum eða stökum myndhvörfum. Starfa oft sem kenniliðir heillar sögu og ná jafnt yfir heild sem einstaka þætti. I slíkum til- vikum eru þau lykill að merkingu og formgerðarregla. T. S. Eliot sá þróun- ina fyrir á sínum tíma er hann lýsti því yfir í ritdómi um Ulysses eftir James Joyce að tími hinnar goðsögulegu aðferðar væri upp runninn. Frásagnarað- ferð hefðbundinnar skáldsögu ætti ekki við á tímum ringulreiðar, niðurrifs og stjórnleysis, okkar tímum M. í Ulysses er lýst heimi sem virðist skorta innra samhengi, allt er yfirskyggt af markleysi hvunndagsins, óvissu og fár- ánleika. Engu að síður hefur textinn heildstæða formgerð, fagurfræðilega reglu, sem sótt er til rita Hómers. Lýsing afhelgaðs heims er eins og leyst úr viðjum með vísun til goðsögulegrar veraldar. Lausnin tvíþætt, listræn og andleg í senn. Við skynjum lögmál í óreiðu textans og um leið mennskt 346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.