Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
en ekki eins og beinfættur eða tindilfættur fulltrúi siðmenningarinnar.
Hann fremur reyndar í Noregi sömu glæpi og viðurkenndir og reyndir
efnamenn og er jafnvel eftirbátur þeirra í ýmsu. En hann gerir sig sem kon-
ungur beran að tveimur reginskyssum: hann vinnur með eigin hendi verk
sem aðrir eignamenn láta málaliða vinna fyrir sig og hann fremur glæpina á
skökkum stað. Ríkarður jarl kveikir ekki sjálfur í kirkjunni í Hjartrósar-
borg, Þorkatli háva dettur ekki í hug að fara með pyntingum um Norður-
lönd. Frásagnir af Olafi digra gegna í Gerplu sama hlutverki og frásagnirn-
ar af víkingafélagi Þorkels. Þær leiða í ljós að sú eignastétt sem situr að
völdum í Evrópu er ekki síður en víkingar syðra og nyrðra ótíndur ræn-
ingjaflokkur, sem stjórnast af auðgunarsjónarmiðum einum saman, fer með
gripdeildum og morðum á hendur alþýðunni en er hins vegar útsmognari í
aðferðurn sínum en víkingar. Og þá er vert að minnast þess að grimmdar-
verk fasismans voru fæst nýjung í mannkynssögunni. Gömlu nýlenduveld-
in höfðu um langt skeið unnið áþekk verk en þá einkum utan Evrópu. I
Asíu, Afríku og Suður-Ameríku hefur heldur ekki orðið lát á fjöldamorð-
um, pyntingum og brennum þótt Hitler gengi til feðra sinna á 5. áratugn-
um. Þar hefur m.a. verið að verki hin siðmenntaða borgarastétt Evrópu og
Norður-Ameríku og vitað er að Halldóri var Kóreustríðið ofarlega í huga
er hann skrifaði Gerplu. Frásagnirnar af Olafi digra einkennast óefað af
heimildaívafi, þær eru í mörgu sniðnar að sögu Hitlers en fasismanum þá
lýst sem skilgreindu afkvæmi hins stéttskipta þjóðfélags. Olafur kemst til
valda í sögunni af því að hluti norskrar eignastéttar hefur af því beinan
ágóða. Sigurður sýr mútar honum og tryggir þar með Olafi völd. Meðan
Olafur heggur, meiðir og brennur norskan landsmúg hreyfa eignastéttir
álfunnar ekki litlafingur gegn honum. Það er ekki fyrr en sú fregn berst að
norskur almúgi ætli að taka málin í sínar hendur að allt fer á annan endann:
Rétt eins og Sigurður sýr fyrrum ber Knútur ríki fé á norska eignamenn og
þeim þykir „þeim mun girnilegra að gánga undir Knút sem þeir þykjast
vita að floti eingla hafi afl meira að hnekkja forsfullum bændamúgi en haft
höfðu soltnir húskarlar Ólafs konúngs (leturbr. bk.).“ 26)
Með þessum hætti er vakin athygli á sameiginlegum hagsmunum auð-
stétta víðs vegar um heim og varað við tiltekinni samfélagsgerð. Boðskap-
urinn er ítrekaður með því að draga upp augljósar hliðstæður með norsku
og íslensku samfélagi sögunnar. Sigurði sú er t.d. lýst sem Vermundi og
gilsi sameinuðum: hann hefur auð sinn af hefðbundnu arðráni heima fyrir
en víkingaferðum og kaupmennsku erlendis. Þeir auðmenn norskir sem
halda vilja niðri „forsfullum bændamúgi" eiga sér líka trygga skoðana-
bræður á Islandi, t.d. Reykjahólakaupmanninn og þá borgfirsku höfðingja
294