Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 77
Skáldkona á tímamótum Efni og frásagnarháttur Hroki og hleypidómar gerist meðal landeigenda og heldra fólks í Englandi á ritunartíma sögunnar. Hún fjallar um líf þessa fólks, siði þess og lífsvið- horf, en einkum er hún þó ástarsaga og saga um ástir. Mörg pör ganga þar út á gólfið, en eitt parið, Elísabet Bennet og landeigandinn Darcy, dansar allmiklu flóknari spor en hin. Og þó að það sé nokkuð ljóst strax í miðri bók hvað gerist í lífi aðalsöguhetjanna er spennandi fram á síðustu stund að vita hvernig það gerist. Til fjögurra hjónabanda er stofnað í sögunni, fyrir utan allt daðrið og allar vonirnar sem eðlilega bregðast þegar sumar af þess- um glæsilegu og skemmtilegu persónum ganga út. Sagan er sögð frá sjónarhóli ungs fólks. Sögumaður er fullur áhuga á ungum söguhetjum sínum, stendur með þeim í löngun þeirra til að verða hamingjusamar og gerir gys að hinum fullorðnu sem ekkert vita og ekkert skilja. Um leið er hann merkilega fjarlægur söguhetjunum og sýnir þær hvað eftir annað í skoplegu ljósi. Hugsanlega má sjá hér mun á höfundi fyrri og seinni gerðar verksins, en þetta hefur fyrst og fremst þau áhrif að draga úr viðkvæmninni sem söguefnið býður upp á, gera söguna fyndna en ekki væmna. Jane Austen vinnur með fólk fremur en hugmyndir eða viðburðaríka at- burðarás. Barbara Hardy leiðir rök að því í áðurnefndri bók að Jane hafi orðið fyrst breskra skáldsagnahöfunda til þess að skapa þéttbýli í skáld- sögu. Fram að því höfðu skáldsögur verið um eina persónu, segir hún; söguhetjan stóð oftast ein, í kringum hana voru manngerðir frekar en fólk, enda skiptu atvik og boðskapur meira máli en samskipti persóna. Samspil persóna og þróun þeirra eru hins vegar meginatriði í bókum Jane Austen, þar gerast sögur hennar, og eitt helsta einkenni á frásögninni er hvað hún er dramatísk. Mörg og löng og skemmtileg samtöl afhjúpa innri mann per- sónanna og sambandið milli þeirra. Annað einkenni og þessu tengt er til- finningin sem lesandi fær um að höfundur viti miklu meira um sitt fólk en hún lætur uppi. Jafnvel aukapersónur fá fleiri en eina vídd. Persónusafn Hroka og hleypidóma er auðugt og eins og í dansinum sem leikur svo stórt hlutverk í sögunni stíga persónur fram í pörum, ekki bara ástföngnum pörum heldur líka markvissum hliðstæðum og andstæðum sem varpa ljósi á tíðaranda, samfélag og skoðanir höfundar. Fyrsta persónan sem við heyrum til í Hroka og hleypidómum er frú Bennet, móðir söguhetjunnar Elísabetar og systra hennar fjögurra. „Hef- urðu frétt að það er loksins búið að leigja Netherfield Park," segir hún við mann sinn, og í samtalinu sem á eftir fer berar hún sitt helsta áhugamál: að koma gjafvaxta dætrum sínum í hjónaband með góðu eða illu. Hún hefur frétt að ungur efnamaður, Bingley að nafni, sé að flytja í nágrennið og vill 331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.