Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
menn samfélagsins, þó auðhyggjan sitji í öndvegi hjá hvorum tveggja. Þyki
einhverjum gengið feti of langt í túlkunum skal til viðbótar minnt á hug-
tökin „verslunarauðvald" og „útgerðarauðvald“ sem gjarna hafa verið not-
uð um hina tvo arma íslenskrar borgarastéttar - og hver afstaða þessara
arma var t.d. er herstöðvamálið bar fyrst á góma. I Gerplu kemur síðar
fram að hinn harðlyndi höfðingjasonur, Vermundur, unir illa ófriði og
yfirgangi erlendra konunga er seilast vilja til valda á Islandi en auður kaup-
mannsins og friðflytjandans Þorgils á sér ýmsan uppruna annan en frið-
saman. Þorgils á hlut í skipi með kaupmönnum sem „vóru svo kaupmenn
að þá keyptu þeir við menn er þess var kostur, en ræntu að norrænum sið
þar sem eigi vóru menn fyrir líklegir að verja eigur sínar“.16>
Fleiri dæmi mætti nefna en hér skal þess aðeins getið að Vermundur er
gjarna einkenndur með hinni fornu goðanafnbót meðan Þorgils fær hinn
nýtískulega titil „auðkýfíngur“ eða er kenndur til kaupmennsku á einn eða
annan veg.17)
IV
Aldo Keel er í hópi þeirra manna sem telur Gerplu marka nokkur hvörf á
höfundarferli Halldórs. Hann heldur því m.a. fram að saga Olafs digra beri
í bókinni vitni um að sögur Halldórs séu að fjarlægjast íslenskan veruleik.
Hann segir að Ólafur sé samnefnari pólitíkusanna í Gerplu og í honum
birtist sameinuð eyðingaröfl sögunnar. En þar eð hann gangi fram með
nöktu ofbeldi skírskoti hann til annarra samfélaga en hins íslenska; kapítal-
isminn á Islandi beiti ekki báli og brandi heldur duldu ofbeldi.18)
Vilji maður verða nokkurs vísari um Ölaf digra er ágætt að athuga lýs-
ingar á limaburði og leggjalagi ýmissa persóna í Gerplu.
Frá því er m.a. skýrt að Ólafur sé kiðfættur og ilsiginn en Ríkarður
Rúðujarl tindilfættur. Um fótaburð og leggi Knúts konungs er ekki farið
beinum orðum en sennilega er hann beinfættur og „kann sig“ ótvírætt í
limaburði, samanber eftirfarandi lýsingu á honum: „. . . hann nam í
bernsku þær íþróttir er heyrðu tígnarmönnum, vígfimi og riddaraskap, og
bera vopn eða klæði . . . eftir kurteisi þeirra barúna er hlýddu keisaran-
um.“19) Er höfðingjar víkinga ganga til skírnar í Rúðu er þess sérstaklega
getið að í hópi þeirra eru „lágir ístrumenn, kríngilfættir og hnakkakertir
(leturbr. bk.)“.20) Snemma í sögunni kemur einnig fram að á 11. öld hafi
flestir karlmenn á Islandi verið „lágir vexti og bjúgfxttir (leturbr. bk.) . . .
knýttir og kreptir af kveisu“ þar eð feitmeti var „lítt haldið til alþýðu.“ 21) I
hópi þessara manna er Þorgeir Hávarsson „eigi hár til knés og nokkuð
kríngilfœttur (leturbr. bk.)“.22) Lýsingum af þessu tagi er m.a. ætlað að
svipta blekkingarhjúpnum af kappaímynd fornsagnanna. Mestu skiptir þó
292