Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar persónulegu takmörkum sem það reynir að setja honum. Eins og Breds- dorf bendir á er sjaldan langt á milli Tristans og Don Juan í bókmenntun- um, oft eru þeir á ferðinni í sama verki, oft í sama karlmanninum (eftir því hve „gott honum verður til kvenna"?). Við skulum hverfa aftur til Gerplu og Þormóðs Bessasonar. Tristans- mynstrið í ástum Þormóðs er alveg augljóst. I fyrra sinnið sem hann yfir- gefur Þórdísi með Þorgeiri segir hann: Af ást hef eg gert mínar farar yfir fjallið til þín. En svo feginn sem eg var fundum okkrum marga nótt mun eg þó unna þér mest á þeirri er eg hverf í brott frá þér. (97) Ekki hefur hann fyrr sagt þetta en hann stýrir skipi þeirra Þorgeirs rakleið- is til Hrafnsfjarðar á fund Kolbrúnar. Hann á í engum erfiðleikum með að snúa aftur kvæðinu sem hann hafði upphaflega ort til hennar. Því næst snýr hann kvæði Þórdísar til Kolbrúnar og loks yrkir hann nýtt kvæði um lík- ama Kolbrúnar, kvæði sem er svo persónulegt að því verður ekki snúið til annarra kvenna. Þá er Kolbrúnu goldinn „hvílutollurinn“. Með hvílutollin- um hefur Þormóður jafnframt gert sínar eigin fýsnir bæði að viðfangsefni og markmiði listar sinnar, kvæði hans kemur engum öðrum við, það er klám og dýpra verður ekki sokkið. Til að fá að sofa hjá Kolbrúnu, brýtur Þormóður gegn svo margháttaðri bannhelgi, að sektarkenndin hvolfist yfir hann mögnuð og margefld. Hún persónugerist honum í sýn daginn eftir. I sýninni birtist Þórdís honum í líki valkyrju og leggur hann með spjóti milli augnanna. Valkyrjan er einkennilega tvírætt fyrirbæri í germönskum fornbók- menntum. Valkyrjurnar eru sendiboðar Oðins, skáldguðsins. Þær eru tákn stríðsins, vopnaðar spjótum og búnar sem hermenn. Þeirra hlutverk er að velja úr valnum þá karlmenn sem verðugir eru að lifna að nýju í Valhöll. Dauði karlmannsins er þannig forsenda þess að valkyrjan geti gefið honum líf og því stafar af henni ógn þó að hún sé fögur, hún er kona og um leið hermaður eða karl. í valkyrjuhugmyndinni má sjá leifar af þeirri bernsku ímyndun sem sálgreiningin hefur kallað „hinna fallísku móður“. Smábarnið trúir því að móðirin hafi allt, sé al-máttug, fullkomin og um leið ægileg af því að líf barnsins er komið undir duttlungum hennar. Breski sálgreinandinn Melanie Klein hefur sett fram kenningar um að sálfræðileg vörn barnsins gegn þessari ægilegu móðurmynd sé að kljúfa hugmyndina um móðurina í tvennt; í hina góðu móður og hina illu móður. Þessarar tví- skiptingar sér víða stað, augljósust er hún kannski í þjóðsögum og ævintýr- um, þar sem stjúpan eða nornin taka við hlutverki illu móðurinnar. Refsing valkyrjunnar í Gerplu (sem skáldguðinn Oðinn sendir) er aug- 308
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.