Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 9
Kristján Arnason
Hjá aldintrénu
Síðan grein um Kvæðabók Jóns Helgasonar
í fyrri grein okkar um Kvæði Jóns Helgasonar var látið að því liggja, að
öldungis óþarft væri að gera mjög skörp skil milli þess sem kalla mætti al-
varleg kvæði annars vegar og svonefndra gamankvæða hins vegar, þar sem
líta má á hvort tveggja sem greinar af sama meiði, sem á sér rætur í ofur-
næmi skáldsins fyrir hégómleika og fánýti mannlífsins. Hins vegar væri
ekki fráleitt að skoða fræðimennsku Jóns og skáldskap hans sem tvær ólík-
ar hliðar á sama manninum og huga að því að hve miklu leyti megi finna
tengsl þar á milli. Það er vissulega ekkert einsdæmi að þetta tvennt fari
saman, og mætti nefna mörg dæmi um það úr sögunni, ekki síst frá því
tímabili sem kenna má við húmanisma, en þó kann oft að virðast sem þar
hafi verið um tvö allt að því andstæð öfl að ræða sem toguðust á um sama
manninn og skáldskapurinn jafnvel verið eins konar uppbót eða stundar-
flótti frá hinu þurra fræðagrúski. A hinn bóginn er ekkert ólíklegt, að þetta
tvennt hafi getað orðið til eflingar og framdráttar hvort öðru hjá ýmsum,
og svo á hiklaust við um Jón Helgason, því allur hans kveðskapur er með
þeim lærdómsbrag, að honum sæmir prýðivel hin forna nafngift poeta
doctus. Þetta á auðvitað ekki síst við um þau kvæði hans frumkveðin, þar
sem fræðimennskan sjálf er beinlínis yrkisefnið, en einkum er það þó í
þýðingum Jóns úr erlendum málum sem hann nýtur fræðimennsku sinnar
og getur orðið, þegar best lætur, allt að því tvíefldur.
Nú má auðvitað velta því fyrir sér, hvort þýðingarstarf Jóns sé einkum
sprottið af fræðimannsáhuga eða af persónulegri þörf fyrir að þýða einmitt
þau kvæði sem eru eins og töluð út úr hans eigin brjósti, hvort megi rekja
það til áhuga á því að draga eitthvað gleymt og grafið fram í dagsljósið eða
á því að koma á framfæri einhverju sem hann áleit eiga brýnt erindi við
samtímamenn sína. Það er kannski ekki alltaf auðsætt hvað af þessu hefur
yfirhöndina í einstökum kvæðum, enda getur allt þetta vissulega blandast
saman. En rétt er að hafa í huga, að Jón hefur unnið þýðingar sínar, sem
önnur ritstörf, á erlendri grundu og í fremur óbeinum tengslum við þá ís-
lensku lesendur sem þær hljóta að vera ætlaðar til lestrar. Reyndar fylgir
263