Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Page 9
Kristján Arnason Hjá aldintrénu Síðan grein um Kvæðabók Jóns Helgasonar í fyrri grein okkar um Kvæði Jóns Helgasonar var látið að því liggja, að öldungis óþarft væri að gera mjög skörp skil milli þess sem kalla mætti al- varleg kvæði annars vegar og svonefndra gamankvæða hins vegar, þar sem líta má á hvort tveggja sem greinar af sama meiði, sem á sér rætur í ofur- næmi skáldsins fyrir hégómleika og fánýti mannlífsins. Hins vegar væri ekki fráleitt að skoða fræðimennsku Jóns og skáldskap hans sem tvær ólík- ar hliðar á sama manninum og huga að því að hve miklu leyti megi finna tengsl þar á milli. Það er vissulega ekkert einsdæmi að þetta tvennt fari saman, og mætti nefna mörg dæmi um það úr sögunni, ekki síst frá því tímabili sem kenna má við húmanisma, en þó kann oft að virðast sem þar hafi verið um tvö allt að því andstæð öfl að ræða sem toguðust á um sama manninn og skáldskapurinn jafnvel verið eins konar uppbót eða stundar- flótti frá hinu þurra fræðagrúski. A hinn bóginn er ekkert ólíklegt, að þetta tvennt hafi getað orðið til eflingar og framdráttar hvort öðru hjá ýmsum, og svo á hiklaust við um Jón Helgason, því allur hans kveðskapur er með þeim lærdómsbrag, að honum sæmir prýðivel hin forna nafngift poeta doctus. Þetta á auðvitað ekki síst við um þau kvæði hans frumkveðin, þar sem fræðimennskan sjálf er beinlínis yrkisefnið, en einkum er það þó í þýðingum Jóns úr erlendum málum sem hann nýtur fræðimennsku sinnar og getur orðið, þegar best lætur, allt að því tvíefldur. Nú má auðvitað velta því fyrir sér, hvort þýðingarstarf Jóns sé einkum sprottið af fræðimannsáhuga eða af persónulegri þörf fyrir að þýða einmitt þau kvæði sem eru eins og töluð út úr hans eigin brjósti, hvort megi rekja það til áhuga á því að draga eitthvað gleymt og grafið fram í dagsljósið eða á því að koma á framfæri einhverju sem hann áleit eiga brýnt erindi við samtímamenn sína. Það er kannski ekki alltaf auðsætt hvað af þessu hefur yfirhöndina í einstökum kvæðum, enda getur allt þetta vissulega blandast saman. En rétt er að hafa í huga, að Jón hefur unnið þýðingar sínar, sem önnur ritstörf, á erlendri grundu og í fremur óbeinum tengslum við þá ís- lensku lesendur sem þær hljóta að vera ætlaðar til lestrar. Reyndar fylgir 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.