Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 19
Hjá aldintrénu
list öðru fremur heldur náði sjálfur allt að því ótrúlegri kliðmýkt í ljóðum
sínum. Að sjálfsögðu naut Verlaine þar einstakrar mýktar og fínleika móð-
urmáls síns sem gerir það að verkum að allar þýðingar á önnur mál hljóta
að orka svolítið þunglamalegar í samanburði við frumtextann. Svo er auð-
vitað og um þýðingu Jóns á kvæði Verlaines Viðkvæm samræða, en hún
stendur samt fyllilega fyrir sínu, því hér er það síður lýrísk angurværð en
napurleg kaldhæðni sem þarf að koma til skila, og fáir eru færari um það en
Jón Helgason.
Af ofansögðu má sjá að þýðingar frá Frakklandi eru býsna fyrirferðar-
miklar í safni Jóns, og er það vel, því frönsk ljóðlist hefur oft viljað verða
nokkuð útundan hjá eldri þýðendum þessa lands. Jón hefur þar heldur ekki
ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem eru Villon og önnur höf-
uðskáld, en í þýðingum sínum úr þýsku fer Jón ekki troðnar slóðir en þýð-
ir fremur kvæði höfunda sem eru ókunnir, óþekktir, sem vafi leikur á um
eða hafa ekki viljað láta nafns síns getið, en sjálft eftirlæti íslenskra þýðenda
hér áður fyrr, Hinrik Hænir frá Þusslaþorpi verður að láta sér nægja skop-
stælinguna Bifbrá í flokki frumsaminna kvæða Jóns. Hér er átt við kvæðið
I páfans sal sem er bráðskemmtilegt aflestrar, og hið sama væri eflaust hægt
að segja um kvæðið Huar fæ eg Hofde hallad, þótt þýðingin orki frekar
sem æfing eða lexía í íslenskri stafsetningu á 16. öld en að verið sé að koma
einhverju til skila til lesandans. Hinar Guðrækilegu umþenkingar við tób-
aksreykingar eru þarfur pistill og minna um margt á Leirkarlsvísur Hall-
gríms Péturssonar, og ekki spillir það fyrir, ef höfundurinn er eins og líkur
benda til, sjálfur Johann Sebastian Bach sem hefur verið margt til lista lagt
og „veraldarmaður um leið“, þótt ævisöguritarinn Forkel þegi hinsvegar
vandlega jafnt um yrkingar sem og tóbaksreykingaástríðu tónameistarans
mikla. Um ljóðagerð og allra handa ástríður Johanns Wolfgangs Goethe
hefur aftur minna verið þagað, en hins vegar er það kannski ekki á allra vit-
orði að hann er allra skálda vandþýddastur, sakir þess hve vel honum tekst
að sameina bæði reisn og látleysi í orðfæri og dýpt jafnt í hugsun sem til-
finningu. Hið alkunna kvæði Goethes um heiðarrósina, hér nefnt Rósar-
kvæðið, er ort í þeim alþýðlega stíl sem einkenndi mörg fyrri kvæði hans,
og það skiptir því öllu máli, þegar slík ljóð eru þýdd, að náð sé þeim ein-
faldleika og upprunaleika sem þjóðkvæði hafa til að bera. En hér er sem
þýðandanum bregðist bogalistin, þannig að kvæðið verður einum of bók-
málskennt á íslenskunni: „Röslein auf der Heiden“ verður til dæmis
„þekkust rós á grundu“ eða „rósarkorn á grundu“ og í eftirfarandi línum
fer téður einfaldleiki með öllu forgörðum, þótt hugsuninni megi með góð-
um vilja koma heim og saman:
TMM II
273