Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 23
Hjá aldintrénu
sem stendur föstum fótum í fortíðinni og fylgir gamalli hefð, ber sína
purpurakápu með sæmd í gráma nútímans og á fullan rétt á sér og meira en
það við hlið þess skáldskapar sem hrærist eingöngu í samtímanum og legg-
ur allt kapp á að leita nýrra leiða í síbreytilegum heimi. Og með þýðingar-
starfi sínu hefur hann haldið uppi merki þeirrar húmanísku hefðar sem flest
önnur skáld okkar á tuttugustu öld hafa lagt litla rækt við og opnað með
því löndum sínum sýn inn í heima sem ella mundu flestum lokaðir. Auð-
vitað tekst Jóni þar misvel upp eins og öðrum þýðendum og nýtur sín síð-
ur í viðureign við ljóð sem einkennast af þokka og þýðleika, innileika eða
tærleika, en þeim mun betur þar sem reynir á kraft og orðkynngi, skap-
þunga, hnitmiðaða hugsun og mergjaða fyndni. Og ekki verður sagt að
skáldið og þýðandinn og fræðimaðurinn hafi þvælst hver fyrir öðrum,
heldur oft náð að renna saman í eitt í máttugum skáldskap.
Þegar Jón Helgason gefur það í skyn í kvæði sínu I vorþeynum að hann
sé „illa rættur“ og „undarlega settur“ á erlendri grundu, í líkingu við
krækilyng hjá aldintré, þá er kannski ekki ástæða til að gleypa við því eins
beint og hugsunarlaust og sumum kynni að hætta við að gera. Raunar fylg-
ir hann í þeim línum hafnaríslenskri hefð, en ef út í það er farið eru skáld
einatt „undarlega sett“ hvar sem er í mannlífinu, og trúlega hefði Jón
Helgason ekki verið síður undarlega settur hér uppi á Islandi eftirstríðsár-
anna, sem annað skáld hefur svo hnittilega lýst með orðunum „skrínlagða
heimska og skrautklædda smán“, og trúlega verið í nánari tengslum við það
sem gefur íslenskri menningu raunverulegt gildi í borginni við Eyrarsund
sem geymdi handritin og Fjölnir fór á kreik í forðum, í nálægð við hina
þungu og frjóu grein evrópskrar menningar en í þessu hálfameríska um-
hverfi hér sem holtaþoka loddaraskapar og svartnætti sýndarmennsku
grúfir æ fastar yfir. Að Jón Helgason hefur ekki alltaf séð fósturlandið í
rósrauðum ljóma og ekki sloppið við áhyggjur af gangi mála heima fyrir
votta línur sem hann orti 1951 en hitta því miður betur í mark einmitt nú en
nokkru sinni fyrr:
Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,
og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja
skal fyrr en varir hremmd í harða kló.
Hxgt er að festast, bágt mun úr að víkja!
Jakob Benediktsson hefur bent okkur á að í kvæðinu Kom milda nótt er
prentvilla í Kvæðabókinni. Línan „Ég bið þess eins að brátt ég liggi nár“ á að
vera: „Ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár“. - Ritstj.
277