Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar orðið í kvæði á frönsku, en hins vegar er í þýðingunni fimlega leikin sú list andstæðnanna sem franskir sonnettusmiðir lögðu svo mikla rækt við á þessum tíma, og í þessu kvæði er einmitt einkar skammt á milli þeirra: milli flugs og falls, himins og hafs, milli lægingar og fremdar. En sonnettulistin hefur staðið með miklum blóma í Frakklandi fram eftir öllu, og hafa þar margir lagt hönd á plóginn. I þeirra hópi er Félix nokkur Arvers, samtíðar- maður Jónasar Hallgrímssonar, sem hefur þá sérstöðu að hafa orðið ódauðlegur út af einni sonnettu af fjölmörgum, en hún á frægð sína því bragði skáldsins að þakka að hugsa sér konuna sem kvæðið er ort til vera að lesa það án þess að hafa grun um að það sé ort til hennar sjálfrar. Og sonnettan eina hefur notið þeirrar upphefðar að vera tvíþýdd á íslensku, af þeim Jóni Helgasyni og Helga Hálfdanarsyni. Slíkt freistar að sjálfsögðu til samanburðar, ekki endilega af því að nauðsynlegt sé að afgreiða aðra þýð- inguna sem „betri“ og hina „verri" eða að gefa þeim mismargar stjörnur eins og nú tíðkast í sumum fjölmiðlum, heldur af því að það getur verið fróðlegt að sjá hve eitt og sama kvæðið getur tekið á sig mismunandi blæ í meðförum ólíkra þýðenda. Svo reikar hún, sem guð hefur gert svo milda, þá götu fram er býður hin stranga skylda, án vitundar hvílíkan söng hún í spor sín fær seitt; og lesi hún þessi mín ljóð, þar sem finnast mun eigi sú lína sem hún ekki kveikti, mig grunar hún segi: „hver mun þessi kona?“ - og kannist ekki við neitt. (Jón) Og hún, sem sjálfur guð hefur gert svo þýða í lyndi á göngu sinni um skyldunnar veg mun engu nær um ástar-málið hljóða, sem í hennar fótspor líður. Og saklaus mun hún lesa þetta ljóð, sem hennar yndi gaf líf, og eflaust hugsa: „Hver skyldi þessi mær?“ Já, sennilega spyr hún, en svarsins lengi bíður. (Helgi) Það er sennilega ekki fráleitt að halda því fram að þýðingarhæfileikar Jóns Helgasonar njóti sín einna síst í kvæðum þar sem reynir aðallega á þokka og þýðleika, en þeim mun betur þar sem reynir á mergjaða og meitlaða fyndi og hæðni eins og í Vísum til markgreifynju eftir Pierre Corneille eða á eilítið hátíðlega og viðhafnarmikla ræðulist, svo sem í kvæðum Victors Hugo, Fyrir þá sök að enni mitt . . . og A morgun í bítið . . . . En þegar við nú komum að enn öðru frönsku stórskáldi, Paul Verlaine, þá hittum við fyrir skáld sem ekki einungis boðaði það að ljóðlistin ætti að vera tón- 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.