Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar mál Ólafs, „ræðusnilld" hans slær ekki ryki í augu nokkurs manns - hann er dæmdur til þagnar og einsemdar þangað til hann hefur lært mál inn- fæddra, þangað til hann hefur orðið að beygja sig fyrir því að hann er ekki til nema í samskiptum við annað fólk - á þess og sínum forsendum á víxl. Þetta er mikið niðurlægingarskeið í lífi Ólafs; hann hefur misst völd sín, fjölskyldu, vini og meira að segja málið. Honum er fenginn sá starfi að plokka holdið af rotnandi hauskúpum og uppúr þessum dauða, rotnun, þögn og niðurlægingu rís þörfin fyrir tilbeiðslu, fyrirgefningu - ást: Af gnótt Heilagrar Visku skilst nú Ólafi konúngi hversu blítt faðmlag Krist- ur býður þeim mönnum er glutrað hafa sínum konúngdómi, og hve þolin- móður hann er að reisa þá ef þeir gerast honum eftirlátir, virðandi jafnan bænarstað manns, hvort er hann er stólkonúngur eða landrækur. (434) I liðsöfnuði Ólafs árið fyrir orrustuna að Stiklarstöðum er honum lýst sem breyttum manni. Hann getur ekki „þrautalaust" án guðsþjónustu verið enda orðinn „málvinur Krists mikill" (445). Hann furðar sig á því að hann fær ekki prestsþjónustu eftir að komið er til Svíþjóðar og fær þá að vita að Kænugarðskristni (grísk-kaþólska) sé bannlýst af Rómarkristni (rómversk- kaþólsku). Þetta angrar Ólaf. Hann á líka erfitt með að koma því heim og saman fyrir sér að Kristur vilji að hann fari með hundheiðna menn til að boða sanna trú í Noregi. En Ólafur getur ekki snúið við á þeirri braut sem hann hefur valið sér félagslega og pólitískt. Ræða Ólafs Haraldssonar kvöldið fyrir orrustuna á Stiklarstöðum er bæði óhugnanlegur og stórkostlegur texti. I upphafi ræðunnar lýsir kon- ungur vilja sínum: „Nú förum vér til og munum brenna land þetta í eldi" (484). Því næst staðfestir hann rétt sinn til valda í Noregi með óljósu orða- lagi og nefnir ekki föður sinn í því sambandi heldur Krist keisara Meyar- son, sem hafi verið sinn „fulltíngismaður til allra hluta". Til marks um ágæti Krists segir Ólafur frá hinu heilaga upphafi hans, sem sé sonur meyj- ar og „dúfunnar Helgrar Visku". Úr þessu færist ræða Ólafs inn í mann- jöfnuð sem hljómar kunnuglega; „staur hans (þ.e. Krists), sá er lærðir menn nefna kross. . ." er miklu stærri en „hamar Þórs" (nánar tiltekið níu sinnum hærri og tólf sinnum þyngri). Þennan staur segist Olafur hafa fært Norðmönnum og hælir síðan stjórnartíð sinni með nokkrum orðum. I þessum hluta ræðunnar má sjá undarlega hreyfingu; merkingin rennur til í kaflanum; í upphafinu skilur Ólafur á milli sín og Krists en samsamar sig honum (eða hann sér). Styrkleikatákn Krists, hinn mikla „staur", færir Olafur Norðmönnum, vald táknsins verður vald hans, verður hann sjálfur - hann gerir sig m.ö.o. að sjálfu tákni valdsins, fallosinum. 314
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.