Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar Stærsta epíska verk hans, Páls saga blaðamanns, sem sögð er í bókunum Gangvirkið (1955), Seiður og hélog (1977) og Drekar og smáfuglar (1983), fjallar um örlagaríkustu ár íslenskrar þjóðarsögu það sem af er öldinni, frá upphafi seinni heimsstyrjaldar og fram að endurkomu Bandaríkjahers röskum tíu árum síðar. Verkið er skrifað í anda raunsæishefðar 19. aldar og sagnameistara hennar. Þetta er saga um ungan mann úr sveit, velviljaðan og auðtrúa, sem kemur til borgarinnar og verður að horfast í augu við grimm- an veruleik nýs tíma, í senn einstaklingur og táknmynd sinnar þjóðar. I kringum hann er fjöldinn allur af vel gerðum aukapersónum og baksviðið er dregið skýrum dráttum. Líkt og mörg önnur verk í anda þessarar hefðar er verkið borið uppi af sterkri réttlætiskennd og samfélagsgagnrýni þess og andúð á ýmsum þáttum í menningu nútímans fer hvergi dult. Það var Olafi Jóhanni sérstakt ánægjuefni síðustu árin að sjá Páls sögu gefna út á þýsku í vandaðri þýðingu Bruno Kress. Örar þjóðfélagsbreytingar aldarinnar færðu íslenskum sagnamönnum ærin verkefni; þeir urðu að gera viðfangsefnum tveggja alda úr evrópskum bókmenntum skil á hálfri öld. Leið Ólafs til þess var leið realismans með ívafi táknsæis. Honum þótti lítið púður í sumum frægustu nýstefnumönn- um aldarinnar og hann var tortrygginn í garð módernisma í bókmenntum. Tortryggnin tók til fleiri þátta nútímasamfélags og í skáldsögunni Hreiðr- inu ber hún sums staðar frásögnina ofurliði, vafasamar manngerðir þeirrar bókar fá ekki eins mikið frelsi, verða ekki eins minnisstæðar og til dæmis Steindór og Valþór í þríleiknum. Ólafur Jóhann var auðvitað ekki óskeik- ull í sagnalist sinni; honum tókst ekki alltaf að gefa söguheimi sínum nógu almenna skírskotun, og stundum gátu lýsingar orðið full langorðar, skort átök í stílnum. En væri skyggnst eftir hinum fínlegri blæbrigðum, hlustað á þögnina, þyt skógarins og nið fljótsins einsog segir í einu hans kvæða, átti hann sér fáa jafningja. Vonbrigði Ólafs Jóhanns og margra fleiri með þróun íslensks samfélags áttu sér sögulegar og pólitískar rætur. Jafngamall ungu og ófullburða full- veldi mátti hann horfa upp á hernámið og síðan áframhaldandi hersetu er- lends stórveldis, sem sveið honum sjálfsagt sárast af því sem hann varð vitni að í þjóðarsögunni. Belgingur menningarsnauðs kapítalisma hélst í hendur við vanmátt og kreppu þeirrar sósíalísku hreyfingar sem Olafur Jó- hann batt æskuvonir sínar við. Samfara því sem hugmyndafræðin missti ljóma sinn og bjartsýni æskuáranna varð að þoka - um leið og hnötturinn sýndist rúma óendanlegar hörmungar — hljómaði tónn trega og saknaðar sterkar í verkum Olafs Jóhanns. Maðurinn hefur ekkert annað til að rata rétta leið í myrkum heimi en sinni innri áttavita, einsog segir í Schubert- stefi því sem heyra má nokkrum sinnum í Bréfi séra Böðvars og tilfært er 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.