Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 76
Silja Aðalsteinsdóttir
Skáldkona á tímamótum
Jane Austen og Hroki og hleypidómar
í haust kemur út hjá Máli og menningu skáldsagan Pride and Prejudice eft-
ir ensku skáldkonuna Jane Austen. Hún var fyrst gefin út árið 1813 og var
önnur bók höfundar sem þá var 38 ára, ógift prestsdóttir í. Hampshire á
Suður-Englandi. Bækur sínar gaf hún ekki út undir nafni. Fyrstu bókina
hafði hún gefið út undir dulnefninu A Lady (Kona) en á titilblaði þessarar
bókar kenndi hún sig við þá fyrri: By the author of „Sense and Sensibility“
(Eftir höfund „Vits og viðkvæmni“). I nýju íslensku þýðingunni heitir
skáldsagan Hroki og hleypidómar.
Hroki og hleypidómar varð strax mjög vinsæl meðal almennra lesenda
og er sú bók sem heldur nafni höfundar síns hæst á lofti þó að margir
fræðimenn taki aðrar bækur Jane Austen fram yfir hana. Fyrstu gerð sög-
unnar reyndi faðir Jane að selja útgefanda í London strax 1797 þegar hún
var 22 ára, og þó að við höfum orð Jane sjálfrar fyrir því að hún hafi endur-
unnið söguna mikið, þjappað henni saman og gert hana hnitmiðaðri þá
telst hún tvímælalaust til æskuverka Jane Austen, minnir víða, einkum
framan af, á eldfjörug bréfin sem hún skrifaði Cassöndru systur sinni upp
úr tvítugu. (um fjölskyldu Jane og ævi vísa ég í eftirmála þýðingarinnar.)
Oft er eins og fjörið flæði yfir bakka sína í þessari sögu sem sjaldan gerist í
seinni verkunum: Mansfield Park sem kom út 1815, Emmu (1816) og „For-
tölum“ sem kom út 1818, að höfundi látnum, ásamt æskuverkinu Nort-
hanger Ahbey.
Kannski er það einmitt þess vegna sem mönnum hefur sést yfir hvað
Hroki og hleypidómar er djúphugsuð og vel skrifuð bók. Þó að hún sé
„gömul“ og „sígild“ er hún svo skemmtileg að maður þarf enga afsökun
fyrir að lesa hana. Hún var líka að ýmsu leyti afar nýstárleg saga þegar hún
kom út, og Jane Austen er af mörgum talin fyrsti höfundur sem tekst að
skrifa skáldsögu sem virkilega stendur undir nafni. „Raunar má segja að
hún hafi skapað nútímaskáldsöguna,“ segir Barbara Hardy í bók sinni, A
Reading of Jane Austen (bls. 11).
330