Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar einnig hefur gert bókina „einstaka í ís- lenskum bókmenntum" (113). Bent er á þann eiginleika textans „að blanda saman háleitum hlutum og lág- kúrulegum, andlegum og líkamlegum [. . .], gera hið hátíðlegasta hlálegt og hið hlálegasta merkilegt" (115-116). Þetta kemur ekki síst fram í spaugilegu myndmáli. I því sambandi er vísað til rússneska fræðimannsins Mikhail Bakhtin og hugtaks þess sem hann nefnir „karnívalisma". Það er sótt til kjötkveðjuhátíðarinnar á miðöldum í kaþólskum sið, þegar fólkinu var leyft að snúa öllum hefðbundnum valdahlut- föllum á haus og gera gys að því heil- aga. Samkvæmt Bakhtin hefur þessi „hláturmenning alþýðunnar" „rutt braut endurnýjunar í lausamálsbók- menntum" (115); rit miðaldamunksins Frangois Rabelais sé eitt dæmi þess. Það er auðvitað ekkert beint samband milli kjötkveðjuhátíðar miðalda og bréfsins til Láru. En hugtakið karnívalismi lýsir nokkuð vel afstöðu Þórbergs. Það er margt sameiginlegt með Bréfi til Láru og Vefaranum. Sjálfhverfa og huglægni bréfritarans einkenna einnig Stein Elliða, einsog þjóðfélagsleg gagn- rýni og virðingarleysi yfirleitt gagnvart hefðbundnum sjónarmiðum. En þó að áhrif Bréfs til Láru á Vefarann séu að vissu leyti augljós, þá er verk Halldórs Laxness vafalaust langtum meiri nýj- ung, þegar um er að ræða innlimun ís- lenskra bókmennta í evrópskan menn- ingarfélagsskap upp úr heimsstyrjöld- inni fyrri. Sjóndeildarhringurinn er miklu víðari í Vefaranum. Skáldleg til- þrif eru fjölbreyttari og sýna áhrif frá ýmsum bókmenntastefnum samtímans, meðal annars súrrealismanum. Forsend- ur Vefarans eru að sækja frekar til út- Ianda en til Islands. Það eru ekki nema tveir síðustu meg- inkaflarnir í „Loksins, loksins", rúmur þriðjungur textans, sem fjalla beint um Vefarann: „Vefarinn í hraðlest evrópskra bókmennta" (131-201) og „Endalok Vefarans og framhaldslíf" (203-208). Ég get ekki neitað því, að einmitt sá hluti bókarinnar hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum. I mínum augum er óþarflega miklu rúmi varið handa þeim þremenningum August Strindberg, Giovanni Papini og Otto Weininger (139-160). Satt er það, þeir hafa allir hver á sinn hátt haft mikil áhrif á viðhorf og stíl Vefarans. En það er Iöngu útrætt mál, og hefði mátt af- greiða á færri blaðsíðum. Sá þáttur í skilgreiningu höfundar á Vefaranum, sem mér hefur þótt einna bestur er „Steinn og Diljá" (188-198). Sjónarmiðin eru að vísu ekki ný, en margt er þar vel sagt, og þýðingu Diljár sem andstæðu Steins ágætlega lýst. „Höfundurinn hefur skapað Diljá til að leggja mælikvarða hins mannlega á of- vaxið ég-skrímsli aldamótatímans." (193) Diljá er „rétt einsog konan hjá Strindberg og Weininger klofin út úr Steini sjálfum: Hún er sú hlið hans sem hann reynir að bæla með öllum ráðum af því hún snýst gegn fullkomnunar- þránni; hún er hið jarðneska og hold- lega". „Diljá er ekki fulltrúi neinnar stefnu, hún bara er." (194) Kaflinn „Form og formleysa" (195- 201) hefði gjarnan mátt vera Iengri en þessar sjö blaðsíður. Form og stíll eru sérkenni höfundar, hvað sem söguefni og innihaldi líður. Við þekkjum Hall- dór Laxness í næstum því hverri setn- ingu sem hann hefur sett á pappírinn sem fullþroskaður rithöfundur. Hér er mikið og forvitnilegt en um leið kröfu- hart verkefni, sem hefur verið lítt 374
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.