Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 70
Fríða Björk Ingvarsdóttir Glugginn Þykk þoka lá yfir dalnum í morgunsárið. Eftir því sem leið á leystist hún upp í þunnar slæður sem loks viku fyrir sterkri sólinni. Er kon- urnar lögðu af stað úr þorpinu var kastalinn enn hulinn þoku- slæðingi. Hann virtist nálægari og stærri en ella, sveipaður dular- hjúp. Kastalinn hafði staðið þarna á klettinum í þúsund ár. Þessi stein- runni risi gnæfði yfir þorpið sem hímdi rislágt við klettaræturnar. Líkt og hundur hjá húsbónda sínum. I gegnum aldirnar hafði verið stöðug líftaug ofan af klettinum í þorpið. Kastalinn veitti þorpsbú- um skjól við fætur sér og í staðinn guldu þeir honum vinnu sína eða jafnvel líf sitt ef að svo bar undir. Nú tilheyrði kastalinn ríkinu sem notaði hann á svipaðan hátt og áður hafði verið gert, til veisluhalda og ráðagerða. Þegar eitthvað var um að vera í kastalanum var hann upplýstur með bleikum flóðljós- um sem léku um hann eins og glitrandi samkvæmisklæði. Bjarminn var svo skær í náttmyrkrinu að hann glampaði á öllum skjám í þorp- inu. Konurnar gengu í hóp eftir steinlagðri götu sem hlykkjaðist upp á klettinn. I fjarlægð minntu þær á riddara fortíðarinnar þar sem þær fylktu liði með skrúbbana reista um öxl og dökka skýluklúta á höfði. Tilbúnar til atlögu. Loks komu þær þungstígar og móðar yfir brúna inn í kastalagarð- inn. Það var sem gamlir og rótgrónir veggirnir hæddust að konun- um þegar fótatak þeirra bergmálaði og endurkastaðist á milli þeirra löngu eftir að þær numu staðar. Innst í kastalagarðinum beið fjör- gamall karl eftir þeim. Án þess að yrða á þær benti hann þeim að koma nær. Hann hélt á stórum smíðajárnslykli sem hann snéri í skrá á þungri eikarhurð. Hurðin opnaðist hægt líkt og gin á gríðarstórri skepnu. Konurnar stigu ein af annarri inn í bláleitt rökkrið innifyrir. 324
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.