Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 47
anna. í Brjáms sögu ágirnist kóngurinn kú karls, en karl þráaðist við að selja
hana þangað til sendimenn konungs drápu hann og öll börnin nema Brjám
sem villti um fyrir þeim með fíflslegu athæfi — eins og Hamlet Danaprins.
En þar skildi milli feigs og ófeigs að Brjám lagðist ekki í hugarvíl heldur beitti
bæði brögðum og harðfylgni til að koma fram fullum hefndum og eignaðist
kóngsdótturina og allt ríkið. Líkur að skaplyndi var Sigurður slagbelgur sem
lagði hverja gildruna annarri háskalegri fyrir kóngssyni, fulla ofmetnaðar og
yfirgangs, þangað til að þeir gengu fram af björgum; varð taumlaus ágirnd
kóngssona Sigurði þar til happs. Máltækið gamla „þangað vill auðurinn sem
hann er fyrir“ sést ekki í ævintýrum, en í sumum þeirra er lýst á kímilegan
hátt auðsöfnun forríks kóngafólksins. Þetta varð fleiri bændasonum til
ffamdráttar en Sigurði slagbelg, einkanlega ættu þeir að foreldra sem lum-
uðu á góðgripum. Á þeim urðu auðginntar kóngsdætur, drottningar og
jafnvel kóngarnir sjálfir, svo að ekki stóð á því hjá kotastrákum að fylla
orðabelgi sem aðrir höfðu gefist upp við og eignuðust þá fýrir vikið bæði
kóngsdótturina og ríkið. En ekki dó Signý karlsdóttir ráðalaus þegar hún
kom í hellinn, þar sem tröllskessurnar höfðu falið Hlina kóngsson og gat
ekki skilið rúnirnar á rekkju Hlina, heldur beið hún eftir skessunum og lærði
að ráða rúnirnar af tali þeirra svo að hún gat hrifið Hlina úr höndum þeirra.
Af bændadætrum voru einbirnin ráðsnjöllust eins og Signýeðaþá hin yngstu
eins og Helga, sem bjargaði eldri systrum sínum Ásu og Signýju úr höndum
ljóts og leiðs tröllkarls með hugkvæmninni einni saman. Hjálpfýsi fátækra
manna er víða getið; öldruð kona hýsti Sigurð nokkurn í koti sínu, svo
grálúsugan vegna álaga stjúpu sinnar að hann var ekki talinn húsum hæfur.
5
Þrátt fýrir hin miklu erlendu áhrif eru til mörg séríslensk afbrigði alþjóðlegra
ævintýra. Dýr og fuglar með mannsvit hafa breyst í menn í álögum og ástir
manna og trölla hafa verið skýrðar svo að þessi tröll væru menn í álögum.
Ævintýrið um kóngsdótturina sem neyddist til að heimsækja yfirnáttúrulega
veru í undirheimum á hverri nóttu hefur verið gert að íslenskri álfasögu með
því að gera kóngsdótturina að útlægri álfkonu í bústýrugervi á nafngreind-
um íslenskum sveitabæ, bjargvætt hennar að ráðagóðum sauðamanni og
hulinshjálmur, gandreiðarbeisli og hangið sauðarrif eru komin í stað út-
lendra minna. Launaði álfkonan liðveisluna ríkulega eins og nærri má geta.
Við þetta létu íslenskir sagnamenn samt ekki sitja heldur sömdu óskasög-
ur þar sem þjóðtrúin og þjóðhættirnir hafa verið samtvinnuð snurðulaust í
ævintýraforminu. I Munnmælasögum 17. aldar í útgáfu Bjarna Einarssonar
er prentuð sagan ísland áhrærandi um kaupamanninn rammvilltan í þoku-
TMM 1995:3
45