Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 62
Skapti er sonur uppfinningamanns, en svoleiðis menn eru einkar vinsælir í strákabókum. Það kemur sér vel að hafa flókna tækni á valdi sínu þegar mikið liggur við. Við upplifum atburði gegnum Kidda sem er „ljóshærður, með liðað hár og sætur“ (Tár, 10). Til að okkur verði fyllilega ljóst hve góðum kostum hann er búinn spyr hann Tryggva vin sinn hvort hann mundi vilja vera Kiddi. Tryggvi svarar: „Ég mundi vilja vera þú á sunnudögum þegar þú færð vasapen- inga. Svo mundi ég vilja vera þú þegar Linda, systir þín, kyssir þig því hún er svo falleg og þar að auki gæti ég alveg hugsað mér að vera jafn myndarlegur og þú.“ (Með fiðring, 21) Draumar Kidda eru ljósir allt frá fyrstu senu í fyrstu bók. Hún hefst á því að Kidda dreymir að hann er að leika með íslenska landsliðinu gegn því ítalska í heimsmeistarakeppni í fótbolta. Leiknum er að ljúka og ekkert mark hefur verið skorað. Þá nær Kiddi boltanum, og honum fannst hann öðlast kraft sem hann hafði aldrei fundið fyrir áður. Hann lék ákveðið og hratt í áttina að markinu og á óskiljanlegan hátt mistókst ítölsku varnarmönnunum að stöðva hann. Þegar Kiddi nálgaðist vítateiginn hafði hann sólað fjóra Itali upp úr skónum og áður en hægt var að bregða fæti fyrir hann dúndraði hann boltanum að marki andstæðinganna. Þegar hann sá á eftir boltanum fann hann sælutilfmningu fara um líkamann því hann vissi að boltinn myndi rata rétta leið. Það mátti heyra saumnál detta þegar boltinn fór í gegnum loftið og þandi síðan út net- möskvana efst í markhorninu. Italski markvörðurinn stóð agn- dofa og gat ekki komið neinum vörnum við. (Með fiðring, 7-8) „Hann vissi að hann var hetja leiksins og honum hafði aldrei á ævinni liðið betur,“ segir svo. En þetta er bara draumur. f veruleikanum er Kiddi varamaður í A-liði 4. flokks, og í fyrsta skipti sem hann fer inn á verður hann að athlægi fyrir að skora sjálfsmark. Það slær þó ekki á dagdraumana sem verða ennþá nauð- synlegri sálræn uppbót eftir auðmýkinguna. Áður en Kiddi fer í sveitina þetta sumar lætur hann klippa sig. Hann horfir með söknuði á ljósu lokkana á gólfi rakarastofunnar og segir við Hauk rakara um leið og hann borgar: „Þú mátt alveg geyma hárið mitt ef þú vilt því kannski verð ég ffægur seinna." (27) Kiddi er í sveit hjá afa sínum og ömmu, en þó að sveitin sé ágæt er hún ekkert efni í drauma. Skýr munur er gerður á sveit og borg í sambandi við 60 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.