Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 76
Það var sólskin og blíða í Ævintýraskóginum, þar sem öll ævintýrin gerast, þegar Dreitill skógardvergur kom að sækja dvergastuttbux- urnar til Möddumömmu saumakonu.5 „... þar sem öll ævintýrin gerast.“ í einum og samaÆvintýraskóginum gerast öll ævintýri, þar eiga öll ævintýri heima sem og allar persónur þeirra. Þar býr líka söguhetjan okkar, Putti, og móðir hans Maddamamma. Hjá þeim hefst sagan, nánar til tekið fýrir utan heimili þeirra í ævintýraskóginum. Þessi fýrsta opna gefur smá sýnishorn af þeirri fjölbreytni sem þar þrífst. Allsstaðar eru lítil ævintýri að gerast. Ekki einungis eru Maddamamma saumakona og Dreitill skógardvergur að hefja sitt ævintýri, heldur sjáum við nokkrar litlar hliðarsögur sem fylgja þeim út bókina. Hliðarsögurnar eru af músafjöl- skyldu sem á sér bústað í húsvegg Möddumömmu, ketti sem reynir að veiða mýsnar, gullfuglum sem leika sér, m.a. í rólu, og nokkrum fleiri íbúum skógarins, froski, fiðrildi, hláturfugli og einhverskonar nagdýri. Þessi fyrsta opna er líka gott dæmi um eitt af stílbrögðunum sem beitt er í bókinni, myndirnar í sögunni eru notaðar til að fá lesandann til að fletta áfram. Vinstri síðan er alveg „kyrr“, á henni er aðeins texti og gróður og smádýr sem mynda um hann umgjörð og tengja við hina síðuna. Neðst í hægra horni hægri síðunnar sjáum við hins vegar Dreitil skógardverg ganga út úr síðunni og yfir á þá næstu. Til að komast að því í hvaða ævintýri hann ratar verðum við að fletta. Textinn er í sama leik, spenna er sköpuð alveg síðast á hægri síðu, þannig að lesandinn verður að fletta til að komast að því hvað hefur komið fýrir:6 Skyndilega kvað við ógurlegur brestur í einu trénu. Dreitill fékk eitthvað þungt í hausinn, húfan hans hvarf, Maddamamma vein- aði og dvergastuttbuxurnar þeyttust í allar áttir. Þetta er það síðasta sem við lesum á fýrstu opnunni, vinstra megin á þeirri næstu blasir skýringin við. Putti hefur dottið niður úr tré og hafhað á Dreitli vini sínum með fýrrgreindum afleiðingum. Ástæðan sem hann gefur fyrir prílinu er þessi: „Elsku Maddamamma, ég var bara að leita að gullepli og töffafugl- um eins og prinsarnir í ævintýrunum. Og einmitt þegar ég sá einn fugl, þá brotnaði greinin sem ég stóð á ...“ Þetta litla atvik hefur í raun sömu föflu og Skilaboðaskjóðan öll; Putti sést ekki fyrir í ævintýraleitinni, og kemur þannig sjálfum sér í hættu og öllum skóginum í uppnám. Það er ekki nóg með að Dreitill missi og óhreinki 74 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.