Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 78
Næsta opna (3) er tvískipt, á vinstri síðu lýsir Putti ætlun sinni fyrir
Möddumömmu:
„... Ég vil fá að berjast við vondu stjúpuna, og setja steina í magann
á úlfinum og leika á nornina eins og gert er í ævintýrunum. Og ég
ætla,“ og nú varð Putti ógurlegur í framan, „að plata Nátttröllið út
í sólina svo það verði að steini!“
En Maddamamma heldur nú ekki:
„Nei hættu nú Putti,“ sagði Maddamamma. „Þú veist að okkur
nægir alveg að lesa ævintýrin eða heyra þau. Raunveruleg ævintýri
geta verið hættuleg."
Það er nefnilega það, raunveruleg ævintýri geta verið hættuleg. En hvað eru
raunveruleg ævintýri? Er ekki Skilaboðaskjóðan raunverulegt ævintýri? Hún
verður að minnsta kosti nógu hættuleg áður en yfir lýkur. Á Maddamamma
við að það sé einhver munur á Putta og nágrönnum hans sem eru persónur
í raunverulegum ævintýrum? Þegar líður á söguna kemur í ljós að Madda-
mamma getur ekki haldið þessum greinarmun sínum til streitu, mörkin milli
ævintýris og raunveruleika eru ekki skýr. Kannski eru þau ævintýri raun-
verulegust sem eru sögð eða lesin, og hættan við þau sú að barnið týnist í
ævintýraheiminum, að skilin á milli ævintýris og veruleika raskist.
Ferðin inn í ævintýrið, opnur 3-7
Hinum megin á sömu opnu er svefnherbergi Putta. Hér verða skil um miðja
opnu, sem sjást best á litanotkuninni. Nú byrjar Putti ferð sína inn í ævin-
týrið, sem er reyndar bæði raunverulegt og hættulegt. Herbergi Putta er
annars hefðbundið svefnherbergi í barnabók. Við höfum séð svipaðar mynd-
ir í fjölda annarra bóka. William Moebius hefur lýst gerð norður amerískra
og evrópskra svefnherbergja í barnabókum á þennan hátt:
Yfirleitt er þar rúmfoftast með höfðagafli, stundum með stólpum)
og ábreiða (oft með bútasaumi), í gluggum blakta gluggatjöld og
út um þá má sjá tungl og stjörnur, í herberginu er lampi, spegill,
mynd á vegg, hurð, hundur eða köttur, og brúða einhversstaðar á
eða við rúmið.7
Herbergi Putta (sem reyndar rennur saman við dagstofú þeirra Möddu-
mömmu) svarar til þessarar lýsingar, þar er rúm með göflum, föt og stóll,
gluggi og leikföng. Á stólnum hvílir opin bók eins og fýrirboði um ferðina
76
TMM 1995:3