Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 79
inn í ævintýrið. Ekki langt frá rúminu liggur kötturinn og bruggar músunum
launráð (þær sofa reyndar í mestu makindum upp við síðuna á honum). Á
veggnum fyrir ofan rúmið er mynd þar sem má greina kofa í skógi, rauð-
klædda telpu og úlf; þarna er vísað í Rauðhettu, ævintýri sem á margt
sameiginlegt með væntanlegu ævintýri Putta. Myndin af Rauðhettu hefur
svipað hlutverk og frásögn Putta eftir að hann dettur úr trénu, hún segir
ævintýrið sem Putti er á leið inn í, og bendir um leið á tengsl þeirrar ferðar
við önnur ævintýri. Putti óhlýðnast móður sinni með hættulegum afleiðing-
um rétt eins og Rauðhetta. Það er kannski ekki úr vegi að staldra hér aðeins
við og athuga aðeins fleiri tengdatexta8 Skilaboðaskjóðunnar í ljósi þessarar
myndar af ferð Rauðhettu.
Einn flokkur tengdatexta sem Skilaboðaskjóðan sækir til eru einmitt æv-
intýri sem hafa svipaða uppbyggingu og Rauðhetta, barn ferðast frá öryggi
til öryggis um hættusvæði. I evrópskum ævintýrum er þetta svæði iðulega
skógur, en fjöll og firnindi gegna sama hlutverki í íslenskum sögum. Dæmi
um slík ævintýri eru því sem næst óteljandi, Hans og Gréta og Rauðhetta eru
líklega frægust. Kofar gegna þarna oft lykilhlutverki, bæði sem heimili í
skógarjaðrinum (t.d. bæði í Rauðhettu, Hans og Grétu og flestum íslenskum
ævintýrum um karlsson og yngsta systkinið af þremur) og sem hættulegur
staður í skóginum miðjum (sbr. piparkökuhúsið, og með smá tilfærslu
hellinn í Búkollu og hús ömmunar í Rauðhettuj.Ævintýri Putta er byggt upp
á sama hátt, og myndin af Rauðhettu og úlfinum minnir á þetta. Þetta eru
þó alls ekki einu ævintýrin sem standa að Skilaboðaskjóðunni, en nú aftur
að bókinni sjálfri.
Ljós- og litanotkun á þessari opnu og þeim næstu er lýsandi fýrir atburð-
ina sem eiga sér stað. Lengst til vinstri þar sem Putti og Maddamamma
standa er kertaljós og frá því gulrauð birta. Eftir því sem lengra er haldið til
hægri á opnunni deyr hún út, fer yfir í grænt, og loks kalt og blátt ljós í
glugganum hjá Putta. Þessi kaldi blái litur er svo ríkjandi á næstu opnu þegar
Putti stelst út í ævintýraskóginn í leit að ævintýrum, og breytist á þarnæstu
opnu í brúnan og verður loks alveg svartur þegar Putti er villtur í skóginum.
Þegar Putti hleypur út í skóginn (4 hægri) sjáum við tvær myndir af honum,
en William Moebius hefur bent á að þegar fleiri en ein mynd birtist á síðu
af aðalpersónu er hún annaðhvort búin að missa stjórn á aðstæðum, eða á
leiðinni að gera það.9 Dýrin í skóginum virðast skynja þetta, þau fýlgjast í
fyrstu óttaslegin með Putta, en eftir því sem myrkrið vex og hann fer lengra
inn í skóginn breytast þau. Meinfýsin leðurblaka (hún minnir reyndar meira
en lítið á Gremlins) í Súpermann búningi glottir að Putta og loks þegar Putti
er orðinn uppgefinn er ekkert eftir af dýrunum nema glóandi augu í myrkr-
inu og í þeim er litla huggun að finna.
TMM 1995:3
77