Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 79
inn í ævintýrið. Ekki langt frá rúminu liggur kötturinn og bruggar músunum launráð (þær sofa reyndar í mestu makindum upp við síðuna á honum). Á veggnum fyrir ofan rúmið er mynd þar sem má greina kofa í skógi, rauð- klædda telpu og úlf; þarna er vísað í Rauðhettu, ævintýri sem á margt sameiginlegt með væntanlegu ævintýri Putta. Myndin af Rauðhettu hefur svipað hlutverk og frásögn Putta eftir að hann dettur úr trénu, hún segir ævintýrið sem Putti er á leið inn í, og bendir um leið á tengsl þeirrar ferðar við önnur ævintýri. Putti óhlýðnast móður sinni með hættulegum afleiðing- um rétt eins og Rauðhetta. Það er kannski ekki úr vegi að staldra hér aðeins við og athuga aðeins fleiri tengdatexta8 Skilaboðaskjóðunnar í ljósi þessarar myndar af ferð Rauðhettu. Einn flokkur tengdatexta sem Skilaboðaskjóðan sækir til eru einmitt æv- intýri sem hafa svipaða uppbyggingu og Rauðhetta, barn ferðast frá öryggi til öryggis um hættusvæði. I evrópskum ævintýrum er þetta svæði iðulega skógur, en fjöll og firnindi gegna sama hlutverki í íslenskum sögum. Dæmi um slík ævintýri eru því sem næst óteljandi, Hans og Gréta og Rauðhetta eru líklega frægust. Kofar gegna þarna oft lykilhlutverki, bæði sem heimili í skógarjaðrinum (t.d. bæði í Rauðhettu, Hans og Grétu og flestum íslenskum ævintýrum um karlsson og yngsta systkinið af þremur) og sem hættulegur staður í skóginum miðjum (sbr. piparkökuhúsið, og með smá tilfærslu hellinn í Búkollu og hús ömmunar í Rauðhettuj.Ævintýri Putta er byggt upp á sama hátt, og myndin af Rauðhettu og úlfinum minnir á þetta. Þetta eru þó alls ekki einu ævintýrin sem standa að Skilaboðaskjóðunni, en nú aftur að bókinni sjálfri. Ljós- og litanotkun á þessari opnu og þeim næstu er lýsandi fýrir atburð- ina sem eiga sér stað. Lengst til vinstri þar sem Putti og Maddamamma standa er kertaljós og frá því gulrauð birta. Eftir því sem lengra er haldið til hægri á opnunni deyr hún út, fer yfir í grænt, og loks kalt og blátt ljós í glugganum hjá Putta. Þessi kaldi blái litur er svo ríkjandi á næstu opnu þegar Putti stelst út í ævintýraskóginn í leit að ævintýrum, og breytist á þarnæstu opnu í brúnan og verður loks alveg svartur þegar Putti er villtur í skóginum. Þegar Putti hleypur út í skóginn (4 hægri) sjáum við tvær myndir af honum, en William Moebius hefur bent á að þegar fleiri en ein mynd birtist á síðu af aðalpersónu er hún annaðhvort búin að missa stjórn á aðstæðum, eða á leiðinni að gera það.9 Dýrin í skóginum virðast skynja þetta, þau fýlgjast í fyrstu óttaslegin með Putta, en eftir því sem myrkrið vex og hann fer lengra inn í skóginn breytast þau. Meinfýsin leðurblaka (hún minnir reyndar meira en lítið á Gremlins) í Súpermann búningi glottir að Putta og loks þegar Putti er orðinn uppgefinn er ekkert eftir af dýrunum nema glóandi augu í myrkr- inu og í þeim er litla huggun að finna. TMM 1995:3 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.