Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 80
Leðurblakan í Súpermann búningnum er undarlegur kynblendingur, leðurblökur eru hluti af táknforða hins illa og myrka, þær eru blóðsugur og seinna hittum við þær reyndar fyrir í Vondakastala. Ofurhetjurnar Súper- mann og Batman sem blandast saman í blöðkunni eru hins vegar fulltrúar góðra afla. Þeir eru vanir að bjarga börnum og konum hvenær sem hætta steðjar að. En í ævintýraskóginum mega ofurhetjur sín lítils. Súpermann er ekki merkilegri en það að í ævintýraskóginum er hann bara leðurblaka, hvorki með vilja né getu til ofurmannlegra góðverka, til þess þarf dverg og klæki eins og við munum komast að. Putti ferðast hratt yfir þessar síður, hann er lítill í samanburði við skóginn umhverfis og það er lítill texti og lítið um smáatriði á myndunum frá því Putti fer að sofa og þar til að í skóginum er orðið „óttalega dimmt“. Þá hægir aftur á frásögninni, og þegar kemur að undarlegu augunum sem fylgjast með Putta fáum við nærmynd af honum sem nær yfir heila síðu, þar sem allur bakgrunnurinn er í svörtum tónum. Á næstu opnu er Putta svo farið að dreyma, einungis neðsti fjórðungur myndanna er svartur, og þar sjáum við Putta tvisvar, við upphaf og lok draumsins, fýrst sofandi, svo skelfingu lostinn þegar hann vaknar. Draumur Putta tekur yfir meirihluta þessarar opnu, og þar eru flestir merkustu íbúar Ævintýraskógarins samankomnir. Putti bjargar prinsessu, ömmu, Rauð- hettu og kiðlingi frá úlfi, stjúpu, norn og dreka. Að launum hlýtur hann þakkir frá kóngi, prinsessu, Mjallhvíti og dvergum, einfætta tindátanum hans H.C. Andersen , Jóa í baunagrasinu og gylltum hrúti. Einn af dvergun- um tengir saman draum og vöku, og reynir að vara Putta við Nátttröllinu. Yfir þessu öllu svífur svo skuggi nornar á priki. Þessi opna segir í raun fjölmörg ævintýranna í skóginum, kannski má segja að hún spegli bæði ævintýrið og textatengslin, því þarna er Putti kominn inn í þau ævintýri sem ég kalla tengdatexta Skilaboðaskjóðunnar. Og með því að stilla þeim öllum saman er hnykkt á þeim skilningi sem birtist í fyrstu setningu bókarinnar: „ ... í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast...“ Hér sannast líka orð Möddumömmu, ævintýri eru hættuleg. Það er bæði hættulegt að fara út í skóginn að leita þeirra, og ekki síður að gefa sig á þeirra vald í draumi. Ævintýrin sem koma Putta í klær nátttröllsins eru raunveru- leg, en þau eru um leið ævintýri sem við heyrum eða lesum um í bókum. Þótt munurinn þarna á milli virðist skýr í huga Möddumömmu gildir ekki það sama um Putta, og lesandinn getur svo sannarlega ekki dregið nein mörk. Putti fær sína refsingu þegar hann hefur gefið sig ævintýrinu á vald, og refsingin er í formi alvöru ævintýris, Nátttröllið, ógnvaldur skógarins kemur og tekur hann: 78 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.