Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 84
Dreitill og skilaboðaskjóðan sem eru í aðalhlutverki og reyna að opna hellinn
og narra nátttröllið út.
Það tekst líka og neðst í hægra horninu bendir Dreitill okkur yfir á næstu
síðu með samblandi af skelfingu og ögrun í svipnum. Textinn er líka að
benda okkur yfir á næstu síðu; síðustu orðin á síðunni eru „Nátttröllið
kipptist við af bræði og æddi út“. Við fylgjum bendingu Dreitils, og á næstu
síðu brýst Nátttröllið út. Enn halda því engin bönd, það nær út fyrir síðuna
og út fyrir bókina. Öll skógardýrin eru á hraðferð út líka, öll á leiðinni til
hægri yfir á næstu opnu. Textinn á þessari síðu er líka styttri en á hinum, og
hraðinn þ. a. 1. meiri, Nátttröllið rekur flóttann yfir myndflötinn frá vinstri
til hægri og yfir á næstu opnu, við flettum því strax áfram ...
Aftur heima hjá mömmu, opnur 15-16
Og þar er Nátttröllið farsællega orðið að steini, mýsnar meira að segja farnar
að gera sér holu í stóru tánni á því. Nátttröllið sést reyndar tvisvar á opnunni,
vinstra megin er eins og það hörfi út úr myndinni aff ur og það er orðið miklu
minna í samanburði við aðrar persónur. Á miðri opnu sést það aftur þar sem
það er orðið að lítilli skuggamynd í bakgrunninum. I fýrsta sinn síðan það
gnæfði yfir Putta og lesendur á opnu 7 sést nú Nátttröllið allt á mynd. En nú
er það ólíkt hættulausara, það er orðið að kletti sem ber við blóðrauðan
himininn. Græni liturinn sem hefur verið fjarverandi allt frá því að Dreitill
plataði illþýðið snýr svo aftur á hægri síðunni, og þar leiða Maddamamma
og Putti skrúðgöngu yfir á næstu síðu þar sem allt endar í friði og spekt, og
súkkulaðidrykkju við kertaljós. Þar eru mýsnar komnar í heimsókn úr
tröllstánni og gína yfir krásunum. Hægra megin á opnunni er engin mynd,
bara hvít síða. Ekkert teymir okkur lengur áfram. Það að hafa síðustu síðuna
vinstra megin lokar bókinni, við sjáum að næsta síða er auð, það er slökkt á
forvitninni.
í sögulok hefur Putti ekki einungis verið endurheimtur úr tröllahöndum,
hann hefur líka verið frelsaður úr ævintýrinu. Það er nefnilega ein af
ævintýrareglunum að ævintýrinu verður að ljúka. í góða endinum sem er
ævintýrum nauðsynlegur felst nefnilega ekki síst að hetjan kemst út úr því.
Til að allt geti endað vel verður ævintýrið að hætta að vera hættulegt,
söguhetjan að komast annaðhvort aftur heim í kofann til mömmu eða ef
persónan er af öðru tagi, heim í höllina til draumaprinsins eða prinsessunn-
ar.
82
TMM 1995:3